Of mikil linkind í kvennaboltanum?

Síendurtekin fólskubrot gegn Svindísi Jane Jónsdóttur vekja spurningar hvort nægilega fast sé tekið á dómgæslunni í þessari íþrótt. 

Mðrg dææmi eru um það úr knattspyrnunni að sú harkalega að slasa leikna og fljóta leikmenn er vísvitandi og stundum jafnvel skipulega notuð til þess að brjóta þá niður. 

Skrifanda þessarar síðu er enn í minni þegar harðsnúinn þjálfari setti kraftmikinn varnarmann í einu liðinu á Íslandsmótinu í það aðal hlutverk að brjóta svo fautalega á Ellerti Sölvasyni, Lolla í Val, eem var einstaklega leikinn og markheppinn, að hann brotnaði niður sálarlega. 

Þjálfarinn, sem var þýskur, reyndist reikna þetta rétt. Allur vindur var úr Lolla eftir þegar ógnvaldurinn átti í hlut. 


mbl.is Sveindís varð aftur fyrir fólskubroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er gott innlegg Ómar. Sem gamall þjálfari og dómari, er ég alveg sammála þér var sjálfur með afar fljótan leikmann, sem er faðir leikmanns sem erft hefur þennan hæfileika og er enn að spila í úrvalsdeildinni eftir árangursíkan feril m.a. með landsliðinu. Það er rangt að halda því fram að kvennmannsdómarar séu eins og karladómarar. Þær hafa stykleika sem við höfum ekki og síðan veikleika. Eftir að hafa horft á kvennaboltann þá kemur ákvörðunarfæni stundum upp í hugann, þeegar kvennmannsdómarar eru að dæma. Það kemur m.a. fram þegar gróf brot eru framin. M.a. þegar Sveindís var meidd í landsleik á móti Þjóðverjum og af samherja sínum. Fyrir það brot var ekkert í stöðunni annað en að gefa þeirri sem braut rauða spjaldið. Löngu áður vissi ég hins vegar að dómarinn myndi ekki gera það. Svo það sé sagt þá eigum við afar góða kvennmannsdómara og þær geta verið jafn góðir og klardómarar, en ekki eins. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.5.2024 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband