27.9.2024 | 20:46
Mikið úrval ágreiningsefna framundan.
Ef rétt er munað, var það nefnt í umræðunni um það hve tæpt stjórnarsamstarfið stóð fyrir um viku að 176 mál lægju þá fyrir í endurnýjanlegu stjórnarsamstarfi. Deilumálið um ellefu ára sjúklinginn virtist vera aðeins brot af ágreiningnum, sem enn liggur fyrir í útlendingamálunum.
Nýtt ágreiningsmál, hvort kjósa eigi næsta vor eða næsta haust, er komið á lista, og það er augljóst, að ríkisstjórnin situr á stórri púðurtunnu af ótal eldfimum málum, sem hvert um sig getur sett allt í bál og brand á svipstundu, nótt sem dag.
Guðrún ósammála Svandísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2024 | 00:23
Nýtt margra alda eldgosatímabil í vændum á Reykjanesskaga?
Framundan kann að vera nýtt margra alda langt eldgosatímabil á Reykjanesskaga sem það brýnt að nýt af alefli þá þekkingu og reynslu auk aukinnar afkastagetu við gerð varnargarða, sem þegar hefur fengist.
Ef afl jarðeldanna verður miklu meira en hingað til, þarf að búa til sveigjanlegri og öflugri varnir en hingað til hafa verið gerðar og hindra eins og hægt er að mannvirkjagerðin komi of seint.
Verðum að vera viðbúin stærra eldgosi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)