27.9.2024 | 20:46
Mikið úrval ágreiningsefna framundan.
Ef rétt er munað, var það nefnt í umræðunni um það hve tæpt stjórnarsamstarfið stóð fyrir um viku að 176 mál lægju þá fyrir í endurnýjanlegu stjórnarsamstarfi. Deilumálið um ellefu ára sjúklinginn virtist vera aðeins brot af ágreiningnum, sem enn liggur fyrir í útlendingamálunum.
Nýtt ágreiningsmál, hvort kjósa eigi næsta vor eða næsta haust, er komið á lista, og það er augljóst, að ríkisstjórnin situr á stórri púðurtunnu af ótal eldfimum málum, sem hvert um sig getur sett allt í bál og brand á svipstundu, nótt sem dag.
Guðrún ósammála Svandísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning