Skúrkarnir sem borga ekki.

Enn og aftur kemur það upp að við Íslendingar verðum úthrópaður erlendis sem ábyrgðarlausir skúrkar í fjármálum. 

Nú verður róðurinn enn erfiðari en síðasta haust að koma íslenskum sjónarmiðum að, vegna þess að þetta verður í annað sinn sem þetta kemur upp og í fjölmiðlaheiminum er erfitt að koma að mörgum atriðum að í málum sem ekki teljast helstu fréttamál hverju sinni. 

Iceasave-málið er smámál á erlendan mælikvarða og þess vegna verður svo erfitt að berjast við upphrópunina: þeir borga ekki! f

Hrunið og upphrópanirnar um skúrkana sem borga ekki hafa sett Íslendinga á svipaðan bekk og þegar fyllibyttan lendir utangarðs.

Meirihluti Íslendinga fór á efnahagslegt fyllerí og fjórfaldaði skuldir heimilanna og fyrirtækjanna og situr þar uppi með margfalt meiri skuldabyrði en vegna Icesave.

Rétt eins og fáránleiki svona athæfis birtist í montbyggingum í Dubai eru tákn um þetta hér á landi tómar montbyggingar ásamt stærstu framkvæmd Íslandsssögunnar með mesta óbætanalega umhverfistjóni sem framkvæmanlegt er hérlendis.   

Enn ríkir hér afneitun og sjálfsvorkunn hins efnahagslega alkóhólisma sem Íslendingar eru haldnir.

Allir sjá að alkinn þarf að fara í meðferð en ef hann vill það ekki sjálfur gerist það ekki.

Allan tímann sem það hefur verið í meðferð stjórnar og þings að útfæra það hvernig og hve mikið við borguðum af skuldbindingum okkar, það er hvernig meðferðin eftir fylleríið yrði. 

Meirihluti þjóðarinnar er andvíg meðferðinni og líta má á forsetann sem ígildi yfirlæknisins á Vogi, sem lætur sjúklinginn þá sjálfan um það að taka afleiðingunum af gerðum sínum.

Nú er að byrja það sem mátti sjá fyrir, Ísland sett í ruslflokk og væntanlega margt annað eftir því sem á eftir að koma í kjölfar atburða dagsins.

En rétt eins og hrunið var óhjákvæmilegt og mátulegt á okkur á sínum tíma verður þjóðin sjálf að reka sig á núna úr því að hún vill það.  


mbl.is Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Mjög svo sammála yður ---- Skil eigi afstöðu Forseta

Halldór Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 18:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vandinn, er sá að við klúðruðum hlutum svo rækilega, að við erum í reynd gjaldþrota.

Af því leiðir, að við erum á barmi eiginlegs gjaldþrots.

Við eigum ekki einu sinni fyrir vöxtum, af erlendum skuldum, þessa stundina.

Ef, ekki tekst að semja um verulega endurskipulagningu skulda, held ég að gjadþrot sé fullkomlega öruggt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2010 kl. 19:17

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er arfrugluð samlíking hjá þér Ómar

Meðferð ofdrykkjumanna á vogi er ekki fólgin í meira fylliríi.

Dópið í þessu tilfelli var lánsfé og meðferðin sem boðið er uppá er meira lánsfé.

Guðmundur Jónsson, 5.1.2010 kl. 20:03

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Fannst frekar aumt að horfa uppá blaðamannafundinn hjá Steingrími og Jóhönnu, voru eins og smákrakkar í fýlu. Áttu þau ekki von á þessu og var ekkert tilbúið til að koma með fram ef forsetinn skrifaði ekki undir ?

Held að ef saga forsetans er skoðuð hafi mátt vera ljós að ansi miklar líkur voru á því að hann skrifaði ekki undir og því átti stjórnin að vera undir það búin að koma strax með fréttatilkynningu ekki mæta þarna í fýlu.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 5.1.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er boðið upp á stjórnaða afvötnunarmeðferð sem byggist á lyfjameðferð í upphafi undir ströngu eftirliti lækna og ákveðnum reglum. Annars deyr alkinn (Ísland verður gjaldþrota og hrunið algert)

Ómar Ragnarsson, 5.1.2010 kl. 21:31

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé að þú tekur þátt í hræðsluáróðri kommúnistastjórnarinnar af fullum krafti, Ómar. Almenningsálitið á okkur í Hollandi og Bretlandi er ekki eins slæmt og þið óskið ykkur. Eftirfarandi athugasem kom á mínu bloggi, sem er í svipuðum dúr og ég hef heyrt frá Hollandi:

I was talking with my friend in England today, asked him what he'd heard about the Iceland decision. He said it was all over the news, but the details were fuzzy for him. Then I asked if there was a general feeling the Brits were mad at the Icelanders, and he said everyone there is just so pissed off at the Bankers, and the Banks, and figure the Bankers and the Banks did the same stuff to us here. Anyhow, that's the English working class view on the situation, which I found a bit reassuring.

Lissy (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:05

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 23:37

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er það ekki frekar ESB sem er antabusið og AGS sem er metadónið? Icesave-greiðslurnar voru greinilega gervityppi sem menn héldu að spýtti nýprentuðum evrum í partífólkið sem langar til Brussell, þegar rauða fjallkonan var búin að rýja og gelda ræflana.

Eiginhagsmunaríkisstjórn Sf og VG hélt að óþekka þjóðin vildi snuð, en Ólafur Ragnar sá að barnið var farið að tala. Ísland hefði átt að lýsa sig gjaldþrota árið 2009 svo strákar með bíla- og flugvéladellu og lúxusvandamáls eins og verndun örfoka túndru hefðu kannski farið að eyða minna en þeir hafa gert.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2010 kl. 23:52

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Víkingurinn/valkyrjan Lizzy er góð, Gunnar!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2010 kl. 23:54

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En ykkur verður sjálfsagt að ósk ykkar ef "mamman og pabbinn" á stjórnarheimilinu, halda svipaðan blaðamannafundi með reglulegu millibili, eins og í hádeginu, fyrir illa upplýsta erlenda blaðamenn. Þeir koma skilaboðunum á framfæri svikalaust.

Steingrímur og Jóhanna eru "Headline material"... draumur hvers blaðamanns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 00:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gerum Einar Björn Bjarnason að blaðafulltrúa forseta Íslands:

"Við erum gjaldþrota! Við erum svo mikið gjaldþrota! Það er svo mikið svoleiðis!"

Þorsteinn Briem, 6.1.2010 kl. 00:57

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn er hér hann Einar Björn,
og alltaf steytir kallinn görn,
Í Framsókn étur fólkið börn,
Fésbók, skinn og Einar Örn.

Þorsteinn Briem, 6.1.2010 kl. 01:32

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir þegar þú segir "meirihluti íslendinga fór á efnahagslegt fyllerí."  Mér er mun ver við fullyrðingu Björgúlfs eldri að ALLIR Íslendingar hafi verið þátttakendur í efnahagsfylleríinu.  Það er nefnilega röng fullyrðing. 

Jens Guð, 6.1.2010 kl. 02:01

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt, Jens. Tugþúsundir Íslendinga ýmist vildu ekki eða gátu ekki tekið þátt í svallinu.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband