Gleyma ummælum Vigdísar um óafturkræf áhrif.

Í fréttaskýringum og umfjöllun um málskotsrétt forsetans gleymist ævinlega að geta ummæla Vigdísar Finnbogadóttur í viðtali vorið 2004 að hún hefði ekki skrifað undir frumvörp, sem fælu í sér óafturkræfa hluti á borð við lögleiðingu dauðarefsingar eða afsal á landi.

Í tengslum við þetta sagði hún að ef slík mál hefðu komið upp meðan hún var forseti hefði hún ekki viljað bera ábyrgð á slíku með undirskrift heldur hefði hún vísað því til þjóðarinnar sjálfrar.

Framkvæmd á borð við Kárahnjúkavirkjun með þeim gríðarlegu óafturkræfu neikvæðu umhverfisáhrifum, sem kæmu fram í mati á umhverfisáhrifum hennar hefði hún metið hliðstæða við afsal á landi eða  dauðarefsingu hvað eðli snerti og því nýtt sér málskotsréttinn og vísað því til þjóðarinnar.  


mbl.is Fjölmiðlalögin fóru ekki í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband