Fer eftir yfirlýsingum forsetans sjálfs.

Ég man ekki betur en að forseti Íslands hefði sagt síðast, þegar hann nýtti sér málskotsréttinn, að sú gjörð hans segði ekkert um það hvort hann væri meðmæltur eða mótfallinn fjölmiðlafrumvarpinu. 

Ef hann segir þetta líka núna verður að telja hann hlutlausan aðila, þótt ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hugsi honum þegjandi þörfina.  

Ég á ekki von á að hann fari öðruvísi að nú en 2004 og verði það svo, sé því ekki hvernig það að frumvarpið verði samþykkt geti valdið því að hann verði að segja af sér. 

Raunar finnst mér ekki að ríkisstjórnin eigi að segja af sér ef hún tapar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, en þó mátti heyra á Steingrími J. Sigfússyni í Kastljósi í kvöld að staða hans væri öðruvísi en forsetans, - þetta væri frumvarp ríkisstjórnarinnar sem hann hefði fylgt fram og varið og því væri hann ekki hlutlaus í þessu máli. 

Hann sagði líka að það færi mikið eftir því hverning umræðan yrði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunar hvernig stjórnin myndi meta afstöðu sína.

Munurinn á þessari atkvæðagreiðslu og Alþingiskosningunum 1908, þegar þjóðin lagðist gegn uppkasti að sambandslagasamningi milli Danmerkur og Íslands, er sá að fylgjendur uppkastsins voru stráfelldir í kosningunum og komust því ekki á þing til að fylgja málinu eftir.  


mbl.is Forsetinn í sögubækurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er algerlega sammála þér Ómar.  Sá eini sem þyrfti mögulega að segja af sér er fjármálaráðherra þar sem frumvarpið er hans.  Persónulega myndi ég ekki gráta þessa stjórn, en málið hvílir pólitískt á herðum fjármálaráðherra.

Hins vegar virðist ríkisstjórnin öll ætla að leggja allt undir í þessu máli, og þá verður það að vera þeirra banabiti.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar aftur kræfur,
óskaplega hann er hæfur,
nú hans svipur næst hjá Sjón,
nakinn draugur í televisjón.

Þorsteinn Briem, 7.1.2010 kl. 00:04

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar manni finnst að þú sért eiginlega hvergi i henni pólitík ,en mæðir Steingrím og Jóhönnu mikið/en umkverssinni ertu mikill og hafðu þökk fyrir það,annað er tvíbent mjög/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.1.2010 kl. 11:42

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki góður í því að setja fólk í tvo dilka, annan svartan og hinn hvítan. Flestir þeirra sem eru mér andstæðir í umhverfismálum eru góðir og gegnir og eiga að njóta sannmælis.

Ómar Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband