11.1.2010 | 18:29
Jóhanna í Time.
Jóhanna Sigurðardóttir er ekki aðeins í helstu fréttum hér á landi með tilheyrandi myndum þegar velt er vöngum yfir bestu leiðinni í Icesave-málinu.
Nú má sjá að grein um evrópska leiðtoga í nýjasta hefti tímaritsins Time og hefst greinin á því að segja frá Jóhönnu.
Í þeirri grein er raunar ekki fjallað um stjórnmálastörf hennar og því síður um Icesave, heldur er fjallað um nafngreinda sex samkynhneigða evrópska leiðtoga.
Sagt er frá því að Jóhanna hafi gengið í sambúð með konu fyrir átta árum en engum Íslendingi hafi þótt það fréttnæmt eða tiltökumál, þannig séu nú viðhorfin í landi okkar.
Íslendingar hafi ekki farið að ræða um þetta fyrr en erlendir fjölmiðlðar fóru að gera mikið úr því.
'
Ég minnist þess ekki að íslenskur stjórnmálamaður hafi áður komist í myndskreytta grein í Time.
Mjög gott skref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sem betur fer er þorri þjóðarinnar laus við að finna sig þurfa að hafa skoðanir eða afskipti af einkalífi náungans.
ég held að landsmönnum, upp til hópa, sé slétt sama um hvort Jóka hafi áhuga á tónlist Johnny Cash eða Airosmith. Hvort henni líke betur hrossabjúgu eða pastasalat. HVort hún drekki Kók eða Pefsí, eða kjósi konur umfram karla.
Í það minnsta kemur það mér ekki við. Ég vil bara fara að sjá skjaldborg í stað gjaldborgar.
Brjánn Guðjónsson, 11.1.2010 kl. 20:16
Mér hefur fundist viðbrögðin hafa verið mjög sterk við fréttamannafundi Jóhönnu og Steingríms, eftir synjun Ólafs Ragnars á undirskrift undir Icesavefrumvarpið. Slík framganga líkar flestum illa. Það hvort Jóhanna búi með konu eða karlmanni skiptir örugglega flesta Íslendinga engu máli, vonandi er hún hamingjusöm í sínu sambandi.
Sigurður Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.