Hvað segir Ragnar Reykás nú?

Fyrir tíu dögum held ég að líklegt sé að Ragnar Reykás, hinn stórkostlegi karakter Spaugstofunnar og einhver besti samnefnari margra Ísendinga hefði haft eitthvað svona að segja um forseta vorn: 

"Ég er nú farinn að fylgjast svolítið með blogginu og ég verð nú bara að segja það að ma-ma-maður er nú bara alveg orðlaus yfir þessu flandri á þessum forseta sem er alveg búinn að missa bæði traust og virðingu.

Þessi útrásarklappstýra ætlar nú að fara að forlysta sig lengst út í heim á kostnað okkar skattpíndra þegnanna og auðvitað er hann með alls kyns bísnissmenn í slagtogi sem hann á eftir að auglýsa fyrir eins og fyrri daginn. Það er eins og hann hafi ekkert lært.Ma-ma-ma-maður bara áttar sigi ekki á svona stælum. Alltaf sama sagan með hann og hans fólk. Það er ekki hægt annað en að taka undir með þeim mörgu bloggurum sem hneykslast á því hvernig hann flýr landið og má varla vera að því að sinna okkur hérna heima. Hann er alveg glataður, þessi forseti, það er ekki spurning. Þetta er alger labbakútur, alveg búinn að vera."

 

Í dag og næstu daga held ég hins vegar að búast megi við þessu frá Ragnari:

"Það er ekki spurning þegar maður lítur á bloggið í dag að forsetinn nýtur verðskuldaðrar hylli þjóðarinnar fyrir það hvað hann hefur tekið svari Íslendinga glæsilega á erlendri grundu, svo vel, að ma-ma-ma-manni er bara alveg orða vant þegar maður verður vitni að svona frábærri frammistöðu.

Það er ekki ónýtt hvað hann er góður í enskunni, - það er nú eitthvað annað en bablið há öðrum íslenskum stjórnmálamönnum erlendis. Svo hefur hann bæði sambönd og er virtur út í hinum stóra heimi, þekkir alla stóru kallana persónulega.

 Við þurfum á slíkum mönnum að halda núna sem aldrei fyrr. Og auðvitað er það þjóðinni til mikils sóma að hann skuli fá svona virt verðlaun eins og Nehru-verðlaunin eru, það er ekki spurning.

Og Indland er rísandi stórveldi og ekki ónýtt fyrir þá sem vilja eiga samskipti við Indverja að hafa öflugan mann með sér þegar þeir nýta sér þau miklu tækifæri sem þar bjóðast, allt frá framleiðslu rafbíla til kvikmyndagerðar, það er ekki spurning. Þetta er það eina sem getur komið okkur út úr kreppunni. Ólafur er hetja Íslendinga, sómi sverð og skjöldur, það er ekki spurning." 


mbl.is Ólafur Ragnar á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Ómar, mér finnst í raun eins og bæði Ólafur Ragnar & Steingrímur J. hafi báðir lent "tímabundið" í hlutverki "nakta keisarans".  Framkoma Ólafs Ragnars sem útrásarklappstýra okkar auðróna var til skammar, þó OF margir hafi einnig hrifist með nakta keisaranum, en auðvitað kom sú stund upp að Keisarinn áttaði sig á því að "leikið hefði verið á hann" - í tilfelli Ólaf Ragnars þá bar honum gæfa til að vakna upp  og breyta um hegðun (sló skjaldborg um hagsmuni landsins) en félagi SteinFREÐUR ákvað því miður að vera ennþó FROSINN í sinni skoðun, þ.e.a.s. "hann velur að verja áfram blint hagsmuni & skoðanir UK & Hollands" í stað þess að slá skjaldborg um okkar hagsmuni.  Ólafur Ragnar valdi að koma hér á "samstöðu" en SteinFREÐUR velur "sundrung".  Ólafur Ragnar er snjall & slunginn stjórnmálamaður, Steingrímur hefur hins vegar RÚSTAÐ eigin ímynd á síðstu 2 árum, enda hefur hann orðið uppvís um að því marg oft að honum er ekki trúandi sem stjórnmálamanni, skiptir of mikið um skoðun.

Kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 12.1.2010 kl. 18:26

2 identicon

Ma, ma, ma, maður skal nú ekker alhæfa í þessu, það er nú alltaf sama sagan með þig og þína Erlendur!!!!!

Ég held að það sé örlítill Reykás í okkur öllum

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég man ekki til þess að menn væru tvístígandi hér varðandi Icesave og Evrópubandalagsmálin. Hér er sólíd andstaða við þessi mál og eykst ef eitthvað er. Það er ómaklegt að líkja þjóð sem nánast stendur saman sem eitt við Ragnar Reykás. Það er ljóst að ef einhver hefur skipt um skoðun í þessum málum, þá er það minnihlutinn. Hafið það hugfast.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 19:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið til í þessu Jón Steinar. Þetta upptætta ástand þjóðarinnar sem stafar að nokkru eða mestu af hinum og þessum leyniupplýsingum.

Og það hefur fjölgað að mun í liði Ragnars Reykáss.

Árni Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minni á orðalag mitt: "Ragnar Reykás, samnefnari MARGRA Íslendinga".

Ég sagðí ekki "...samnefnari ALLRA Íslendinga."

Ómar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 21:52

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ómar Ragnar Reykhás á meira að segja kollega á þingi og það ekki ómerkari menn en Bjarna Benediltsson og Pétur Blöndal.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband