Ókeypis gufuþvottur.

Saltpækillinn á götunum fer illa með bílana. Flestir láta sig það litlu skipta og yppta öxlum því að ætlunin er oftast að skipta og fá sér nýjan innan fárra ára. 

Kæruleysið  gagnvart þessu er þó ekki skynsamlegt ef að því kemur að selja þurfi bíl og hann reynist meira ryðgaður en gengur og gerist.

Mínir bílar eru við fornbílamörk eða enn eldri og reynslan er sú að hlutar í undirvagni ryðga oft fyrst svo illa að jafnvel ágætlega útlítandi bíll verður ónýtur þótt vél og drif og aðrir hlutar bílsins eigi mikið inni.

Það er dýrt að fara með bíla í gufuþvott en þó ekki ástæða til að gefast upp í andófinu gegn ryðinu.

Gott er að fylgjast vel með því hvenær færi gefst eftir að salt- og tjöruúði hefur sest á bílana og þvo þá vel þegar gefur í hlákum.

DSCF5750

Því lengur sem saltpækillinn fær að sitja á bílnum, því verra.  

Þá þarf að þvo allan bílinn, ekki bara yfirborð hans og ég hef tekið upp þann sið að þvo undirvagninn með því að setja fullan kraft á kústinn og draga hann fram og aftur á hvolfi undir bílnum þannig að vatnið sprautist af krafti upp undir bílinn. (Sjá mynd) 

Sömuleiðis að sprauta af krafti inn í hjólaskálar. Vatn er að vísu ryðmyndandi en ekkert í líkingu við salt.

Og sé þetta gert í þurru veðri yfir frostmarki eins og var í dag, þornar bíllinn fljótt og er þá hreinn.  

Þetta fer langleiðina með það að virka eins og gufuþvottur og sá tími kemur að þessi tiltölulega litla fyrirhöfn borgar sig.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góð færsla Ómar og gagnlegar upplýsingar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband