Skuggalegt á 21. öld.

Það er ótrúlegt og geigvænlegt á 21. öld að í lýðræðisríki menntaðs fólks sem jafnframt er voldugasta ríki jarðar skuli enn vera uppi sú heimssýn sem birtist í málflutningi Pat Robertson og fleiri Bandaríkjamanna.

Raunar verður fólki orða vant við að heyra og sjá svona sjónarmiðum forneskju og mannvonsku haldið fram í sjónvarpsútsendingum sem ná til milljóna manna.

En bandarískt þjóðfélag hýsir allan regnboga skoðana og trúarbragða og býr yfir geysilegum sveigjanleika á mörgum sviðum, ógnvænlegum sveigjanleika á stundum.

Boðun Robertsons er aftur í öldum og minnir á djöfladýrkun sumra frumstæðra þjóðflokka í myrkviðum Afríku.

Ég átti þess kost að koma í eitt slíkt byggðarlag, afkskekkt mjög, í Eþíópíu fyrir nokkrum árum, sem heitir Gurra, en þar varð íslenskt kristniboð mildi, kærleika og vonar til mikilla hagsbóta fyrir hið fátæka fólk sem þar bjó áður við böl sjónarmiða á borð við þau, sem Robertsons heldur fram.  

Þar hafði djöflatrúnaður ríkt um aldir og fólst hann í því að sífellt þyrfti að blíðka djöflana með fórnum og fórnarhátíðum, sem nokkrir gamlir galdralæknar stjórnuðu.

Þeir höfðu svartnættisvald yfir fólkinu, sem haldið var í stöðugum ótta. Valdið nýttu þeir sér til að njóta forréttinda og undir þá var hlaðið með gjöfum af mikillli undirgefni.

Á fórnar- og galdrahátíðunum nutu þeir vínfanga og kræsinga á meðan lýðurinn svalt.

Að sumu leyti minna söfnuðir manna eins og Robertsons á trúarbrögð svona ættflokka aftan úr forneskju.

Íburður og lúxus hjá mörum þessara bandarísku safnaða sem byggist á þeim harða "bisniss" sem starf sumra safnaðanna er, stingur í augu.

Predikarinn talar um bágindi og böl sjúkdóma og fátæktar sem verðskuldaða refsingu þeirra sem þjást og brunar eftir samkomuna burt á svartgljáðri glæsikerru.

Hér má þó ekki alhæfa. Í mörgum söfnuðum vestra fer fram mjög uppbyggjandi menningarstarf sem gera samkomur þeirra að gefandi listviðburðum.

En það eru of margir svartagallsrausarar á borð við Robertson við líði.   


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú ekki kristinn Ómar minn... þó svo að þú trúir ekki nema einhverju sætu útvöldu úr bókinni þá ertu samt á svartagaldursstiginu góurinn.

Við sjáum þetta líka hér heima, Omega talar um að skjálftar og hrun íslands sé hefnd guðs.. sem megi redda með að senda Omega peninga...
Var Geir Haarde ekki með svartagaldur þegar hann bað guð að blessa ísland.. er þjóðkirkjan ekki í sama gír... þó svo að margir kristnir hér á landi tali á veikari nótum um guði og trú þá táknar það ekki að það sé ekki svartagaldur og hjátrú.

Mundu líka að biblían hótar þessu og öðrum ógnum út og suður, norður og niður... gleymdu ekki að skáldsagnapersónan Jesú, sem kaþólska kirkjan bjó til ... hann var sjálfur dómsdagsspámaður sem hótaði fólki öllu illu...

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:57

2 identicon

Líttu sjálfum þér nær Ómar.

Farðu á samkomur hjá hinum ýmsu söfnuðum hér á landi og viti menn, Pat á sér marga skoðanabræður hér landi.  Ómar þú skrifar eins og að þetta sé eitthvað sér bandaríkst.  Það er mikill misskilningur.

Þessir "menn" eru í túnfætnum heima hjá þér. Farðu á samkomu í Krossinum Ómar.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:23

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:08

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef horft einstaka sinnum á útsendingar frá samkomum svonefndra sértrúarsafnaða hér á landi, þar með talið séð útsendingar frá Omega, og minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi nokkur maður haldið því fram að hamfarir á íslandi á borð við Suðurlandsskjálftann hafi orðið vegna þess að við höfum gert samkomulag við djöfulinn eða að þetta hafi verið refsing Guðs.

Mér finnst þurfa býsna mikið hugmyndflug til að leggja að jöfnu annars vegar djöfladýrkun eða mannfjandsamleg viðhorf Robertsons og hins vegar mannúð, mildi og kærleika sem Kristin trú boðar, virðingu, þökk og lotningu fyrir lífinu og alheiminum.

Ómar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 13:00

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var lengi þeirrar skoðunnar að þetta væri eitthvað öðruvísi og/eða verra í Bandaríkjunum, en ég er kominn á aðra skoðun. Þetta er allstaðar eins, "Sáirnar eru líkar í Súdan og Grímsnesinu".

Það sem er hins vegar e.t.v. sérstakt við Bandaríkin, er að þar eru fjölmiðlar stærra og fjölbreyttara tæki í höndum fólks en víðast annarsstaðar. Í rúmlega 300 miljón manna opnu og frjálsu þjóðfélagi, sem er eitt hið ríkasta í veröldinni, eru ljósvakamiðlarnir og reyndar allir miðlar, gulls í gildi. Með réttum handbrögðum mala þeir gull. Aðrar þjóðir eru einfaldlega mörgum árum á eftir kananum í því að nýta sér þetta.

Af þessari ástæðu verða allskyns furðufuglar meira áberandi þar en annarsstaðar. Nefni sem dæmi "Loftbelgs-föðurinn", sem nú er í fangelsi fyrir að reyna að græða með blekkingu sinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 13:13

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sálirnar eru líkar í Súdan og Grímsnesinu"... átti þetta að vera

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 13:16

7 identicon

Ómar ég var sjálfur staddur á samkomu í Krossinum fyrir tæpu ári og hlustaði á Gunnar Í EIGIN PERSÓNU halda því fram að kreppa sú sem væri að skella á okkur væri refsing Guðs fyrir óhóf okkar og syndir.

Ætli að við eigum ekki einn eitt heimsmetið í fjölda sértrúarsafnaða miðað við höfðatölu.  Samkomur hjá þessum söfnuðum hér á landi minna oft á amerískar sjónvarpssamkomur með tilheyrandi öskrum og ´"krampaflogum" á gólfi.  Sjón er sögu ríkari.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:25

8 identicon

Geðsjúklingarnir á Omega segja það klárlega að jarðskjálftar hér, efnahagshrunið og öll ógæfa sé vegna þess að við pungum ekki út peningum í umboðsmenn hins ímyndaða einræðisherra og fjöldamorðingja í himnaríki... þeir tóku td sparnað 10 ára drengs og fóðruðu eigin vasa með þeim...
Þeir tyggjað það ofan í veikt fólk að þeir geti læknað það að veikindum sem djölfullinn hafi lagt á þau...
Fyrir utan það að Omega er með þætt með Pat Robertson, einnig eru þeir með marga þætti sem gera í því að rífa niður vísindi og þekkingu... að jörðin sé 6000 ára gömul og að jesú sé að fara að koma með lúðurinn sinn yfir olíufjallinu og að hann muni pynta og brenna alla þá sem ekki leggjast undir þvaðrið í biblíu

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:30

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrirgefðu, Egill, ef kreppan var ekki refsing fyrir óhóf okkar, hvað var hún þá?

Áttu þeir sem létu ginnast af græðgi og blekkingum skilið að sleppa við afleiðingarnar?

Þegar talað er um kreppuna er verið að tala um han sem manngert fyrirbæri en ekki sem óviðráðanlegar náttúruhamfarir.

Á þessu tvennu er grundvallarmunur.

Ómar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 14:57

10 identicon

Kreppan er ekki refsing.. hún er afleiðing af rugli og vitleysu.

Vissulega er hrunið ekki náttúruhamfarir... hamfarir samt, hér standa öll hús uppi.. við sjáum ekki fórnarlömb ... en þetta er allt til staðar... þetta er allt í fullum gangi, það sem tók ~30 sec á Haiti hefur tekið meira en ár hér, allt er í fullum gangi enn.. sömu menn stjórna, ekkert lát á þessum hamförum hjá okkur; En þetta er ekki refsing

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 15:14

11 identicon

Ég held að þú hafir misskilið þetta Ómar.  Gunnar í Krossinum hélt því fram að kreppan væri refsing Guðs.  Ég get ekki fallist á það.

Og af hverju ert þú að minnast á óhóf okkar Ómar ? Ég tók ekki þátt í því og sennilega ekki þú heldur.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 16:08

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vegir Drottins eru órannsakanlegir

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 16:33

13 identicon

„Hjörtum mannanna svipar saman/ í Súdan og Grímsnesinu.“

Þorvaldur (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:58

14 identicon

Mikið rétt hjá þér Gunnar Th." vegir Guðs eru órannsakanlegir ".

Algengasta flóttaleið trúaðra þegar þeir eru búnir að mála sig út í horn.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 18:09

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skal endurtaka einn einu sinni þessa setningu mína:

Tugþúsundir Íslendinga annað hvort vildu ekki eða gátu ekki tekið þátt í dansinum um gullkálfinn og það er því ekki réttlátt að kreppan bitni á því þótt hún geri það nú samt.

En hitt blasir við að skuldir heimilanna í heild fjórfölduðust á örfáum árum. Það hlýtur að hafa verið meirihluti heimilanna sem að því stóð, varla hefur minnihlutinn gert það því að þá hefðu þau heimili sem heild orðið að tífalda skuldir sínar.

Orðið refsing er oft notað yfir afleiðingar óskynsamlegrar eða ranglátrar hegðunar og orðið Guð í því sambandi notað sem heildarheiti yfir þau lögmál sem gilda um orsakir og afleiðingar.

Engin leið er að tala um orsakasamband á milli hegðunar fólks og jarðskjálfta. Það eru meira en lítið broguð trúarbrögð sem halda slíku fram.

Ómar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 18:28

16 identicon

Guðlegt réttlæti samkvæmt biblíu: Það er að hefna sín á komandi kynslóðum, sakleysingjum sem komu ekki nálægt meintum glæp .. td eplaátinu... og svo koma og bjóða öllum að leggjast undir afarkosti eða verða pyntaðir út í hið óendanlega.

Ég bjó þetta ekki til, þetta stendur í biblíu.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 19:03

17 identicon

DoctorE says it like it is.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:52

18 identicon

Það er kristaltært að IceSave er paradís miðað við GodSave

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:16

19 identicon

Ruglkenning þessa  sjónvarpspredikara á sennilega að einhverju leiti rætur sínar að rekja til eftirfarandi :  plantekruþrælar  Frakka gerðu fjölmargar uppreisnir gegn húsbændum sínum, og í einni þeirra sagði leiðtogi þeirra í það skiptið fylgismönnum sínum að hann hefði gert samning við djöfulinn, sem fæli meðal annars í sér að vopn frakka s.s byssukúlur þeirra og sver bitu ekki á hann, og að hið sama myndi gilda um fylgismenn sína, og eins fylgdi með í kaupunum að þeir myndu hafa sigur gegn nýlenduherrunum. Þetta dugði þó ekki betur en svo að kúlur vopn frakkana dugðu þeim vel til að berja niður uppreisn, í það skiptið, og m.a. áðurnefndur forsprakki uppreisnarmanna dó af völdum stefnumóts við franska byssukúlu , þrátt fyrir samnig sinn við djöfulinn, og ekki höfðu Haitímenn sigur í það skiptið, plantekruherrarnir börðu þessa uppreis niður með harðri hendi.  En það fyldu fleiri uppreisnir í kjölfarið á þessari , og að endingu tókst þrælunum að hrekja frakka af eynni, og stofna lýðveldi. En frakkkar voru ekki af baki dottnir og gerðu nokkrar tilraunir til að endurheimta fyrrverandi nýlendu sína með valdi, þeir urðu þó alltaf frá að hverfa , t.d. misstu þeir eina 20 generaála og 50.000 hermenn í einni slíkri tilraun , mest Gulusóttar , en að eindingu tókst þeim þó ofarlega á 19. öldinni að neyða fébótasamningi upp lýðveldið unga, að upphæð 150 milljón gullfranka (  kannski svona c.a 50-100 milljarðar evra á núverandi gengi ?), þetta var svona ICESAVE samkomulag 19 aldarinnar og gott ef Haitíbúar eru ekki enn að borga af þessu, þeir fengu allvega lán með okurvöxtum  hjá Frökkum til standa undir greislum af þessari upphæð, og  er ein ástæðan ,ásamt og með því að stjórnarhættir í reynd verið lénsherradæmi fámennrar spilltrar yfirstéttar undir vernd Frakka, Breta eða Bandaríkjananna allt eftir því hver þeirra hefur talið sig hafa haft eitthvað að sækja í  vasa eyjaskeggja. Það ætti eiginlega að skikka pólitíkusana , og þá sérstaklege vinstri sprænu-og samfylkingaliðsmennina að kynna sér sögu þessa samnings og afleiðingar hans.

En nóg um það hamfarirnar þarna eru að mér virðist  mér ef eitthvað er að marka fréttirnar, af svipaðri stærðargráðu og tsjúnami hörmumgarnar  í Asíu 2004 , í mannslífum talið, og kemur niður á einum af þeim stöðum jarðkringlunnar sem verst er í stakk búinn til að takast á við slíkar aðstæður, og aðvelt er að sjá að það þarf að styðja duglega við bakið á íbúunum þar til að  byggja upp að nýju.

það væri athugandi fyrir fyrrverandi og núverandi stórveldi sem hafa seinustu 200 árin  eða svo farið ránshendi um þessu landi að gera yfirbót ( ef þau kunna að skammast sín)  og standa undir kostnaðinum við slíka uppbyggingu, og fyrir eyjarskeggja gæti þetta líka verið tækifæri þegar fram í sækir til að koma sér upp réttlátari og betra stjórnarfari en fyrir var, þó það sé  sennilega óskhyggja í mér.

Hvað um það, og hvað sem öllum hugmyndum undrarlegra sjónvarspredikrara líður, þá á eiga Haitibúar mína samúð, og velfarnaðaróskir án nokurra skilyrða.

Bjössi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband