Hvenær skelfur Bakki?

Lesa má úr gögnum jarðfræðinga og jarðskjálftafræðinga að um Húsavík liggi brotalína sem veldur því að þar megi búast við eins hörðum jarðskjálfta og orðið geti hér á landi. 

Hins vegar veit enginn hvenær þetta mun gerast og í umræðunni um álver á Bakka er aldrei minnst á þetta. Gæti þessi skjálfti þó orðið hvenær sem er. 

Líklega skiptir þessi risaskjálfti ekki máli í hugum okkar Íslendinga því að möguleikarnir á því hvenær hann verður eru aðeins tveir.

1. Hafi hann ekki orðið áður en álverið rís er öllum sama. Ef hann veldur skemmdum á því verður það verkefni þeirra sem þá verða uppi að fást við það. Den tild, den sorg. 

2. Verði hann rétt áður en álverið rís verður sagt: Nú er svo langt þangað til að næsti risaskjálfti kemur að það skiptir ekki máli.

Þannig hugsum við Íslendingar oft. Réttara er að setja öll eggin í eina körfu sem staðsett er á hættulegasta stað í staðinn fyrir að dreifa áhættunni og hafa minna brothætt fóður á fleiri stöðum. 


mbl.is Jarðskjálftahrina við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar það er ljóst að stjórnmálamenn munu hoppa á hvað sem er til þess að auka atvinnu, þú þegar ljóst að atvinnuleysi mun aukast á næstu mánuðum. Líka álver. Til þess að koma í veg fyrir ákvarðanatöku sem þessa er að koma með einhverja heildarmynd varðandi atvinnusköpun, og skapa aðstæður fyrir nýsköpun. Sé ekki mikla viðleitni í þá átt hjá stjórnvöldum.

Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt upplýsingum Þóris Hilmarssonar sem stýrir Fjárfestingastofu bíða fyrirtæki í biðröð, sem sækjast eftir orku.

Þau sjá hins vegar strax að meðan Alcoa er með allt Norðausturland í gíslingu þýði ekkert að leita hófanna þar.

Orkumálastjóri hefur lýst því kolröng sú stefna er og löngu úrelt að fá einn risastóran kaupanda að jarðvarmaorku. Þetta þótti nauðsynlegt varðandi Kárahnjúkavirkjun vegna þess hvað hún var stór og jafnframt vitað upp á megavatt hvað hún yrði stór.

Þessu er hins vegar öfugt farið með jarðvarmann. Þar byggist orkuöflunin á ákveðnum fjölda af borholum sem hæfir hverju verkefni fyrir sig og getur þessvegna verið á bilinu 30 - 300 megavött eftir hentugleikum.

Auk þess er ekki vitað fyrirfram hvað hvert svæði afkastar miklu til lengri tíma eins og sérfræðingarnir Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson lýstu í fróðlegri Morgunblaðsgrein.

Núverandi orkusölustefna er arfavitlaus og fráleit á meðan hangið er á hinum risastóru álverum sem gefa miklu færri störf og tekjur á hverja orkueiningu en nokkur önnur starfsemi.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 15:56

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu með betri hugmynd en 1000 varnaleg störf?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband