Austanáttin erfið. Þarf lengingu brautar.

Það er ekkert óeðlilegt við það að í austlægri vindátt sveiflist vindur á Ísafjarðarflugvelli og í aðflugi að honum eins og greint er frá í frétt af þessu fyrirbæri þegar hætt var við lendingu þar. 

Vestarlega við völlinn er svonefnd Naustahvllft í fjallinu sem brautin liggur meðfram og frá vesturhluta brautarinnar liggur dalur, Engidalur til suðsuðausturs inn í fjallgarðinn.

Fjallið er ávalt og því getur vindurinn slegist til um 90 gráður ofan af því þegar vindurinn kemur þvert á það úr austri. Vindurinn getur þá komið út Engildal, slegið ofan úr Naustahvilft eða komið inn fjörðinn. 

Á Dorniervél minni kom hér í den kom það fyrir að ég kom þvert yfir fjörðinn og lenti þversum á brautinni.  

Sjá má af veðurstöðvunum Siglunesi og Ennishálsi að vindur var orðinn stífur af austri í morgun og hviður að nálgast 20 metra á sekúndu. 

Ókyrrðin og sveiflurnar við Ísafjarðarflugvöll í morgun ættu því ekki að koma á óvart.

Stór flugvél eins og Fokker 50 á ekki auðvelt með að nýta sér vindstrauma í Skutulsfirði, þannig að hægt sé að koma úr betri átt að vellinum eins og hægt er á minni flugvélum.

Raunar er eftirsjá að Dornier 228 vélunum sem Íslandsflug notaði í á sínum tíma en þær voru eins og sniðnar fyrir aðstæður á Ísafjarðarflugvelli.

En Ísfirðingar vildu ekki fljúga með þessum vélum af því að þær voru minni en Fokkerinn og ekki með jafnþrýstiklefa.  

Ég hef lengi talað fyrir því að brautin verði lengd um 150 metra til austurs til þess að gera flugtak til vesturs inn fjörðinn auðveldara, því að missi Fokker 50 vinstri hreyfil út með mesta leyfilega þunga mega flugmennirnir hafa sig alla við til að ná 180 gráðu hægri beygju fyrir Kubba, Dagverðardal, Tungudal og Seljalandsdal. 

Annar kostur vegna svona lengingar er sá að ef eitthvað fer úrskeiðis í lendingu út fjörðinn bætast 150 metrar við hemlunarvegalengdina.  

Skoðið þið þetta, Ísfirðingar. 150 metra lenging á braut kostar ekki mikið miðað við aukið öryggi í erfiðum aðstæðum.  


mbl.is Hætti við lendingu á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að vonast til að Hekla fari að springa svo að Ísland fái einhverja öðruvísi athygli erlendis.

www.icenature.com   til að þetta gangi í sumar hjá mér.

Sigfús A (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 04:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú kemur inn á atriði sem ekki er hægt að hafa í flimtingum, Sigfús. Eftir Heklugosið 1991 fóru jarðfræðíngar að velta vöngum yfir því að fjallið væri að breyta um hegðun og að það gæti orðið afdrifaríkt.

Svo lengi sem sögur fara af hefur hegðun Heklu verið nokkuð reglubundin með 1-2 eldgosum á öld.

Eftir að gaus þar eftir 102ja ára hlé 1947 breytti fjallið um hegðun og fór í það far að gjósa miklu örar, fyrst eftir aðeins 23ja ára hlé en síðan komum þrjú gos með aðeins áratugs millibili.

Eitt af því sem gæti gerst er það sem þú nefndir, sem sé að fjallið springi í stað þess að gjósa á hefðbundinn hátt.

Slík gos eru óskapleg hamfaragos sem hafa orðið mannskæð. Þannig fórust tugþúsundir vegna gossinn í Vesúvíusi 79 f.kr, Krakatá 1883 og á Martinique 1902.

Og svipað gos í St. Helene fjallinu í Bandaríkjunum hefði orði mun mannskæðara ef byggð hefði verið nær því.

Hér á landi eru þrjú eldfjöll hættulegust hvað þetta snertir, Snæfellsjökll, hugsanlega Hekla og Öræfajökull.

Niðurstaða: Það er mikill munur á því að óska eftir venjulegu Heklu-túristagosi eða því að Hekla springi.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband