"Strákarnir okkar."

Rústabjörgunarsveitarmennirnir sem vöktu athygli heimspressunnar á Haiti eru "strákarnir okkar" þessa dagana og skal þá ekkert lítið gert úr því að við stöndum með "strákunum" okkar á EM í Austurríki.  

Að sumu leyti er það sérkennileg tilviljun að eftir að efnahagskerfi landsins er í rúst skuli sveit af þessu tagi halda uppi heiðri þjóðarinnar.

Ég hef komið á alla vettvanga hörmulegra mannskaða á Íslandi síðan í snjóflóðinu í Neskaupstað 1972 og hef því verið í návígi við "strákana okkar" á innlendum vettvangi. Hef reyndar sjálfur verið félagi í björgunarsveit í þrjátíu ár.

Það sem þeir og heilbrigðisstéttirnar ganga í gegnum er ósambærilegt við allt annað sem fengist er við í þessu þjóðfélagi.

Þess vegna er frammistaða þeirra ekki bara ljós í hræðilegu myrkri hinna óskaplegu hamfara á Haiti heldur líka ljós á myrkum vetrardögum hér á landi, þar sem fengist er við rústabjörgun efnahagslegra hamfara.   


mbl.is Rústabjörgunarsveitin snýr heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, rústabjörgunarsveitin stóð sig vel, en er ekki ennþá þörf á kröftum þeirra þarna á Haiti ?  Ég bara spyr ?

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 10:33

2 identicon

Þetta snýst um að bjarga mannslífum, ekki að vera bestur.

Guðrún G (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Ekki vil ég gera lítið úr afrekum þessara frábæru einstaklinga sem fórna frítíma og fjölskylduskyldum til að hjálpa öðrum. En það er athyglisvert að á meðan miklar fórnir eru færðar til að bjarga fólki úr hrundum húsum er fólk á víðavangi að deyja vegna þess að það vantar vatn og aðrar nauðsynjar, það er því miður til lítils að bjarga fólki úr rústum ef enginn getur tekið ví því og séð til þess að það hafi eitthvað að borða. Því miður er þessi staða ekki eingöngu uppi á Haiti heldur sveltur fólk víðsvegar um heiminn t.d. í Darfur þar sem neyðin hefur stðið yfir í meira en 30 ár en kemur ekki í fjölmiðlum nema ef ekkert annað er að gerast. Því miður miðum við framlög okkar til neyðarhjálpar fremur við hversu mikið er fjallað um hana í fjölmiðlum frekar en við neyðina sjálfa.

Ég vil í lokin árétta að ég dáist að þeim sem taka beinan þátt í hjálparstarfi, hvar sem það er og að það er sérstaklega aðdáunarvert að íslenskir einstaklingar fórna einkalífi sínu til að bjarga fólki sem þeir hafa engin bein tengsl við fyrirfram úr rústum á Haiti. Ef við öll tækjum fórnfýsi þessarra einstaklninga til fyrirmyndar væri hægt að útrýma allri neyð í heiminum.

Kjartan Björgvinsson, 22.1.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband