Bóndadagur og mađurinn sem fann upp ţorramatinn.

Ţegar ég var ađ stálpast voru gömlu íslensku mánuđirnir og dagarnir ađ hverfa úr vitund fólks ef undan eru skildir sumardagurinn fyrsti og fyrsti vetrardagur.

En á sjötta áratugnum hóf Halldór Gröndal, ţá veitingamađur ađ bjóđa upp á sérstakan matseđil á ţorranum og fyrr en varđi urđu fyrirbrigđin ţorramatur og ţorrablót á hvers manns vörum. 

Síđar bćttist endurlífgun bóndadagsins viđ og í tilefni af ţví birti ég hér texta viđ lag, sem nokkrar konur úr sönghópi, sem tók sér nafniđ Árórur, sungu í morgunútvarpinu í morgun. Agnar Magnússon lék undir en Margrét Pálmadóttir útsetti.

Lagiđ var flutt fyrir 13 árum á bóndadaginn í ţćttinum Dagsljósi.  

Lagiđ er í valstakti en í síđasta erindinu brugđu konurnar á leik fóru í geggjađa gospel-sveiflu međ lagiđ.  

 

TIL BÓNDANS Á BÓNDADAG.   (Međ sínu lagi)

 

Ţótt mörk séu körlum sem kynverum sett   /

og karlanna hlutverk sé skammvinnt og nett  /

ţeir fá okkar hrós, sem ţeim finnst mikilsvert,  / 

:,: fyrir ţađ sem ađ ţeir geta ţó gert  :;:

 

Ég dekra viđ bóndann á bóndadag.   /

Blessađur karlinn, hann fćr ţetta lag.  /

Alltaf ađ basla og bćta minn hag.

:,: Blóm frá mér fćr hann á bóndadag :,:  

 

Víst er hann ágćtur, mađurinn minn  /

ţótt megi hann bćta, -  hann er besta skinn.  /

Hann er svona´og svona, - ég elska hann ţó,  /

:,: ţví án hans ţá vćri ég svipt allri ró :,:  

 

Ég dađra viđ bóndann á bóndadag.  /

Blessađur karlinn, hann fćr ţetta lag.  /

Alltaf ađ basla og bćta minn hag.  / 

:;: Blóm frá mér fćr hann á bóndadag :;:

 

Ég dađra viđ bóndann á bóndadag   /

á dúndrandi balli viđ glađbeittan brag. 

Barinn er opinn, nú hressa minn hag  /

hrútspungar vćnir međ örvandi lag,  /

sem bóndann minn gleđja á bóndadag !  / 

 

Nú er lag !     

 


mbl.is Íslenskt bygg í ţorrabjór
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Benedikt Gröndal fann ekki upp Ţorramatinn.  Ég fékk hann daglega norđur i Húnavatnssýslu, hér áđur fyrr.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráđ) 22.1.2010 kl. 16:24

2 identicon

Halldór átti ţađ auđvita ađ vera.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráđ) 22.1.2010 kl. 19:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, en ţá var hann ekki settur saman á ţann matseđil sem nú hýsir ţorramat.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 20:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband