23.1.2010 | 20:03
Erfiðasta leiðin skemmtilegust?
Það hefur stundum verið sagt að það sé oft eins og íslensk handboltalandslið sækist eftir því að fara erfiðustu leiðina inn á stórmót og áfram á mótunum sjálfum.
Þetta hefur mann komið í hug á þessu móti og nú er gamall draugur við dyrastafinn, þreytan hjá lykilmönnunum sem of mikið er keyrt á.
En þótt erfiðasta leiðin sé erfiðust er hún mest spennandi, því er ekki að neita, og þess vegna kannski skemmtilegust fyrir áhorfandann.
Og ekki er hægt að kvarta núna í leikhléi í leik Íslendinga og Dana, slíkur Tivoliírússíbani sem hann hefur verið. Og hvílík skemmtun ! Þetta tekur fram flestum tegundum af sveiflum, líka þeirri skagfirsku.
Dönum skellt í Linz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Ég er sammála þér að það er skemmtilegast að fara erfiðu leiðina að hlutunum. Auðvelda leiðin er fyrir elliheimili...
Sigurjón, 23.1.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.