Nýstirnið rís áfram.

Aron Pálmason vekur svipaðar tilfinningar hjá mér og Geir Hallsteinsson gerði á sínum tíma. Báðir úr Hafnarfirði, ljóshærðir, kornungir og stórefnilegir.

Aron kemur inn á nákvæmlega réttum tíma. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá svona mann til viðbótar í leikstjórnandastöðuna. 

Í framhaldinu verður nefnilega að spila á fleiri mönnum en gert hefur verið, því að hættan á því að að ofkeyra of fáa menn er helsta ógnun við framhaldið af frábærri frammistöðu liðsins.

Gleymum ekki því að liðið var með unna stöðu rétt fyrir leikslok í báðum hinum leikjunum.

Líklega hefur Guðmundur þjálfari gert rétt með því að svelta Aron á bekknum í tveimur leikjum til að efla hungur hans, leikgleði og löngun til að sýna hvað í honum býr. 

Logi Geirsson er nýlega orðinn leikfær eftir meiðsli og því líklega skynsamlegt að geyma hann sem leynivopn og eiga hann að það seint á mótinu að hvort tveggja sé, að hann sé betur gróinn af meiðslunum og geti nýst á lokasprettinum. 

Það var lýsandi að sjá þjálfara Dananna niðurlútan talsvert áður en leik var lokið og honum var ljóst að leikurinn var tapaður. 

Nú getum við öll sungið gömlu hendinguna: "...og svona´ætti að vera hvert einasta kvöld." 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sammála.Annað nýstyrni er í liðinu,það verður gaman að sjá Aron og Ólaf,vera samtímis á vellinum.Þeir þekkja hvorn annan,enda ólust upp saman úr yngi flokkum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 23.1.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband