Allt getur gerst í blaðamennsku.

Fréttir geta verið réttar þótt þær séu út í hött því að allt getur gerst í blaðamennsku. Eitt af fjölmörgum dæmum er sagan af páfanum sem kom til New York. 

Blaðafulltrúi páfans sagði við hann að hann skyldi vara sig á bandarískum blaðamönnum, sem væru þekktir fyrir ósvífni og fyrr að spyrja ágengra og ófyrirleitinna spurninga. Besta ráðið til að bregðast slíku væri að láta sem hann vissi ekkert um það sem spurt væri um og víkja efni slíkra spurninga þannig strax frá sér.

Þegar bandarísku blaðamennirnir komust að páfanum var sá frakkasti þeirra fyrstur til og spurði páfann: "Er það rétt að þú ætlir að láta málefni gleðikvenna hér í New York til þín taka?"

Minnugur ráðlegginga blaðafulltrúans svaraði páfinn: "Hvað, eru einhverjar gleðikonur hér í New York?"

Meira þurfti þessi blaðamaður ekki heldur sló upp í risafyrirsögn blaðs síns þessari staðreynd:

"ÞAÐ FYRSTA SEM PÁFINN SAGÐI ÞEGAR HANN STEIG Á BANDARÍSKA GRUND: "ERU EINHVERJAR GLEÐIKONUR HÉRNA?"

 


mbl.is „Algjörlega út í hött“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband