"Lítið þarf til lausnar máls..."

Með tilvísun í frétt frá Suður-Kóreu um fyrirmæli stjórnvalda til opinberra starfsmanna til að taka sig til og afstýra þjóðarvá á einfaldan hátt varð þetta til nú í kvöld.  

Best er að tileinka þetta heimsframtaki Bolvíkinga í þessu efni.  

 

Lítið þarf til lausnar máls /

sem lamar heilar þjóðir. /

Arka skal til ástarbáls /

og æsa lostaglóðir. /

 

Ef í hendi´er hlaðinn gikkur. /

í hann skal taka af krafti. /

"Farið heim og fjölgið ykkur /

frjáls úr bældu hafti !" /

 

Einfalt ráð gegn vondri vá /

í voðum rekkju´er þeysa.  /

Á einu augnabliki má /

allan vanda leysa. /

 

Loks skal ástin fljúga frjáls  / 

og fótum spyrna´í stokkinn, - /  

líða á vængjum brímabáls  /

og burt með fjandans smokkinn!  


mbl.is Farið heim og fjölgið ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ómar:  Það er til lítils að tuttla spenann hér á bæ, frúin er orðin svo fjári gömul.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband