Ísbirnir, hreindýr og rím.

Á hverju ári eru leyfðar hreindýraveiðar á norðausturhálendinu. Enginn hefur haft neitt við slíkt að athuga heldur kannski frekar rætt um álitamál við framkvæmd veiðanna. 

Þess vegna er ekki hægt að sjá að neitt annað eigi að gilda um ísbirni, sem eru þar að auki algerlega ósambærileg við hreindýr hvað varðar þá hættu sem svona rándýr skapa.

Í dag var ísbjörninn að sögn heimamanna svo nálægt fé og mannabyggð og barnaskóla og enginn búnaður fyrir hendi til að fanga hann.

Ég hef ekki heyrt spurt um það hvort hægt hefði verið að skjóta skoti með deyfilyfjum í dýrið.

Ísbjarnarstofninn er ekki í útrýmingarhættu og ekki sýnist mér að það hefði verið mannúðlegra að eyða miklu fé á þessum síðustu blankheitatímum til að fanga björninn og fara með hann í húsdýragarðinn í Reykjavík.

Læt síðan fylgja með limru sem ég gerði á sínum tíma og tileinkaði Birni Malmquist þegar hann var dugnaðar aðstoðamaður við gerð þáttanna "Aðeins ein jörð", þá kornungur.

K.N. var laginn á sínum tíma að lát íslensku og ensku ríma saman og ég nýtti mér það, þótt forsenda fyrir að rímið komi í ljós sé sú að vísan sé lesin upphátt. 

Þótt mér hann þá úrræðagóður og mikill reddari en limran er svona:

 

Víst ertu snjall og vís, Björn,  / 

og vin engan betri ég kýs, Björn.  / 

You solve my case   /

and save my face   /

so sweetly with grace   / 

and ease, Björn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ómar; Ísbjarnarstofninn er víst í útrýmingarhættu. Hann er efstur á lista yfir þau spendýr, sem eru efst í fæðukeðjunni nálægt Norðurheimskautinu og ógnað er.

Þá sjaldan að þessi dýr slysast til að ganga hér á land ættum við að sjá sóma okkar í að hlú að þeim og koma aftur til síns heima -á lífi !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.1.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband