Rödd okkar þarf að ná í gegn.

Ég þykist vita að margir hér heima verði órólegir við að heyra af því hvernig forseti Íslands beitir sér eins og hann getur til að tala máli okkar erlendis, en til þess hefur hann betri aðstöðu en nokkur annar Íslendingur. 

Heyra má sagt að hér ríki þingræði sem feli framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn og ráðherrum, að fara með vald sitt og að forsetinn eigi ekki að skipta af því sem ríkisstjórn og Alþingi sé falið í lýðræðislegum kosningum að gera.

Gagnrýnt er að forsetinn virðist upp á sitt eindæmi vera að breyta stjórnskipun íslands í nokkurs konar blöndu af forsetaræði og þingræði sem fari í bága við stjórnarskrána.

Forsetinn sé með þessu að seilast inn á verksvið utanríkisráðherra, sem kæri sig ekki um að "vera töskuberi hans" í ferðalögum erlendis eins og utanríkisráðherra orðaði það.

En nú eru óvenjulegir tímar þar sem okkur veitir ekki af því að allir leggist á eitt í því að auka skilning erlendis á málum okkar.

Allt frá forsetakosningunum 1952 hef ég verið þeirrar skoðunar að forseti Íslands þurfi að þekkja vel til í stjórnskipuninni til að geta beitt sér bæði innanlands og utan í þágu þjóðarinnar þegar mikið liggur við.

Þeir sem gagnrýna framgöngu forsetans nú mega hafa í huga að hann er eini embættismaður þjóðarinnar sem kjörinn er beint af landsmönnum. Í næstu forsetakosningum hafa kjósendur tækifæri til að leggja dóm á stöf hans á beinni hátt en nokkur annar embættismaður þarf að sæta.

Ég tel ákveðna mótsögn í því að vilja annars vegar minnka ofríki framkvæmdavaldsins og jafnframt bægja forsetanum frá nauðsynlegri þátttöku í því að hjálpa til í þeim vanda sem þetta sama framkvæmdavald og dofið þing áttu sinn þátt að koma okkur í.  

Ef gagnrýna ætti störf forsetans síðustu ár er það kannski helst að hann hafi líka verið sofandi á verðinum gagnvart því sem var að gerast.

Ég sé líka ákveðna mótsögn í því þegar sumir vilja breyta stjórnskipuninni í svipað horf og er í Bandaríkjunum eða Frakklandi en vera jafnframt á móti því að kjörinn þjóðhöfðingi hér á landi leggi sitt lóð á vogarskálarnar og veit þingi og ríkisstjórn aðhald þegar þess er þörf. 

Deila má um hversu langt forsetinn megi ganga og um einstök ummæli hans og afskipti.

Hitt er ljóst að enginn Íslendingur er í neitt svipaðri stöðu til að hafa áhrif erlendis og þjóðhöfðingi okkar, bæði vegna þeirra sambanda og stöðu sem hann hefur komið sér í erlendis og þeirrar sérstöððu sem þjóðhöfðingi hvers lands hefur erlendis.

Auk þess er leitun að Íslendingi sem hefur þann bakgrunn, þekkingu og færni til að gera þetta og Ólafur Ragnar.  


mbl.is Ólafur Ragnar ræðir stöðu Íslands við fjölda fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Til þess eins er forsetinn nýtanlegur að vera sendiherra þjóðarinnar. Ekki bara á krísu tímum heldur einnig á góðæristímum.

Þeir sem helst hafa gagnrýnt forsetann eru þeir sjálftökuliðsmenn sem sekastir eru í því hvernig komið er fyrir landinu. Og reyna að í þeirra anda að drepa umræðu á dreif og frá sínum skúrka hætti.

Ef forseti hefði á útrásartímum ekki gert sitt til að koma landi, þjóð og fyrirtækjum á framfæri hefði hann ekki verið að sinna skyldum sínum og hefði fengið árkúrur úr þeirri áttinni. Hitt má vera að hann hafi gengið of fram í því hlutverki.

Forseti er okkar æðsti diplomat og getur útfyrir raðir pólitíkusar talað máli okkar á annan hátt en aðrir ráðamenn.Hann getur rutt brautir fyrir fyrirtæki og samvinnu á víðari grunni en ríkisstjórn.

Þess vegna ber honum í raun skilda til þess núna að fara sem víðast og tala við sem flesta. Stjórnin er of upptekin við að veiða þjóðina upp úr súpunni og stjórnarandstaðan of upptekinn við  bregða fæti fyrir stjórn og demba þjóðinni aftur til bakka í potinn.

Blákalt (hvort sem mönnum líkar betur eða verr) þá höfum við einvörðungu einn "óháðann" málsvara sem hægt er að líta á sem marktækann málsvara landsmanna erlendis. 

Það er forsetinn

Kristján Logason, 29.1.2010 kl. 13:58

2 identicon

Rétt hjá þér Kristján Logason: We ain’t seen nothing yet.

“We are succeeding because we are different, and our track record should inspire the business establishment in other countries to re-examine their previous beliefs and the norms that they think will guarantee results”.

 

Ólafur Ragnar Grímsson, ræða flutt í Walbrook Club, London 03. 05. 2005
 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 14:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Haukur. Ræðustúfar af þessu tagi voru það algengir hjá okkar helsta fólki á þessum árum að allir vissu um það en engum fannst neitt athugavert við svona tal í þeirri gróðærisöldu sem þá reið hér yfir.

Forsetinn varð sjálfkjörinn 2008 og ég minnist þess ekki að einn einasti maður hafi funduð það honun til hjóðs að hafa talað eins og hann gerði.

Minnumst þess einnig að árið 2005 höfðu ekki enn sést þau teikn á lofti sem bentu ótvírætt til þess sem fór að verða sýnilegra síðari hluta árs 2006 og að hin veldistengda uppbólgnun bankanna var þá rétt að byrja.

Íslenskir fjármálamenn höguðu sér eins og hinir bandarísku, sem voru þá að hefja húsnæðislána- og vafninga- og afleiðustarfsemi sem sprengdu allt og auðvitað vildu "strákarnir okkar" toppa alla í þessari tilbeiðslukenndu ofurtrú á alfrjálsan markað.

Ómar Ragnarsson, 29.1.2010 kl. 14:27

4 identicon

Ómar. Forseti landsins er enginn venjulegur borgari. Hann er í mestu virðingarstöðu þjóðarinnar og er fulltrúi allra Íslendinga á alþjóða vettvangi. Eftir honum er tekið.

Í svona embætti veljast yfirleitt afburðamenn og konur. Fáir þurfa eins vel að vera vandir að virðingu sinnu og á vali orða í ræðu og riti.

Hvaða þjóðhöfðingja hefði dottið í hug að segja; we are differnt? Engum Ómar, engum nema Ólafi. Ekki einu sinni Silvio Berlusconi hefði sagt þetta, ekki einu sinni í gríni.

Þessi orð forsetans afhjúpa slíkan dómgreindaskort, að maður finnur til með garminum.  Annars, „strákarnir okkar“ hafa fátt sameiginlegt með útrásarþjófunum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:04

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Séu margir í framboði við kjör til forseta og eingin fær 50%, þá verður að kjósa aftur ef sátt á að nást.

  Verulega umdeildur pólitíkus er ekki heppilegur sem sameininga tákn þjóðar.  Höpp geta átt sér stað eins og jafnan hefur gerst þrátt fyrir klaufaleg lög.

  Happið brást hinsvegar með Ólafi og því hefur verið viðvarandi úfur síðan. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.1.2010 kl. 15:38

6 Smámynd: Kristján Logason

Haukur.

Áður en þú hrekur umræðuna út í persónulegt álit þitt (og annara) á forsetanum (sem mönnum er svo gjarnt) meðan verið er að ræða um hvað er til ráða þjóðfélaginu til hagsbóta og hvað núverandi forseti sem við sytjum uppi með hvort sem okkur líkar betur eða verr getur gert ,

Langar mig að biðja þig að lesa ágæta grein sem birtist á eyjunni í morgunn.

http://eimreidin.eyjan.is/

Kristján Logason, 29.1.2010 kl. 15:38

7 identicon

Takk fyrir slóðina Kristján.

Var búinn að lesa Teit Atlason, en hann er í miklu uppihaldi hjá mér.

Ein af þeim bestu. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:50

8 identicon

Biðst afsökunar. Einn, en ekki ein.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 16:07

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Nú er staðreyndin sú að Ólafur forseti er að tala máli sundraðar þjóðar, sem ekki veit mikið í sinn haus hvað er rétt og hvað er rangt í aðalatriðum. Heimurinn veit það ekki einu sinni. Staða heimsins núna er ekki venjuleg.

Einhvernvegin vona ég að hann hafa öðlast þann þroska, skilning og þekkingu að valda þessu verkefni. Hann hefur líka hæfileika til að tala opinberlega með skiljanlegum rökstuðningi.

Við verðum að treysta á að hann hafi þjóðfélagsþegna-hag að leiðarljósi. Verð að viðurkenna að mér finnst gott að hugsa til þess að hann er ekki háður eignabraski og valda-sýki né gull-kryddi og öðrum eiðileggjandi efnum. Það styrkir hans málstað og rök. Held nú kanski að allt ó-útkljáða flokkastríðið hefði siglt í strand ef ekki hefði komið svona maður inn í atburðar-rásina. Við þurfum víst ekki á slíku stríði að halda í viðbót við allt annað eymdarástand hér. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2010 kl. 17:01

10 Smámynd: Huckabee

Það er frábært Ómar  að til sé  talsmaður með vigt til að tala máli landsins á ögurtímum. Viðatalið  hjá Reuters er mjög skilmerkilegt og forsetanum til sóma sjálfur hef ég haft frekar lítið álit á þessari stofninn landsins fram til þessa. Meintur töskuberi og sendifólk virðast fara með veggjum  sem málpípur landsins.Ekki var það þannig í síðasta þorska stríði.

Er ekki rétt að gera starfsmat á þessum starfsmönnum sem eiga að sjá um upplýsingaskyldur landsins og sjá hvort ekki megi bregða niðurskurðar kutanum fimlega.

Á hátindi féhyggjunar  þá stal forsetin senunni í fjölmiðlum naut virðingar fyrir tiltækið þá alvaldinum til mikilla gremju sem reyni sjálfur það sama en án viðlíka (árangurs)    

Huckabee, 29.1.2010 kl. 17:10

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Geri ráð fyrir að orð þín séu til mín Haukur:

Var ekki að hrekja neinn, heldur benda á að æskilegt sé að lög og reglur um kjör einstaklings sem á að vera samnefnari þjóðar, stuðli að sátt meðal hennar.

Þó að Ólafur hafi ekki verið ofarlega á mínum vinsældarlista, þá á hann þakkir mínar fyrir að hafna nauðungarlögunum og segja fyrstur Íslendinga Bretum meiningu okkar svo heyrðist.  Ég tel hinsvegar að þessi málskots réttur eigi ekki að liggja hjá forsetannum, með þessum hætti. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.1.2010 kl. 17:27

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki rétt að vera þakklátur fyrir það sem vel er gert til hagsbóta fyrir þjóðina? Forsestinn er alla vega að standa sig betur í því en ríkisstjórnin og flestir stjónmálamennirnir sem kjörnir voru á þing s.l. vor.....

Ómar Bjarki Smárason, 29.1.2010 kl. 22:50

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sæll Ómar: Burtséð frá þessari umræðu, þá vil ég setja hér tengil á frétt, sem er sólabókardæmi um hvað við köllum yfir okkur með ofuráherslu á stóriðju.  Þetta hef ég verið að benda á í mörg ár, en fólk virðist ekki skilja.  Jafnvel ekki, þegar slíkum hótunum var beitt í tengslum við stækkun í Hafnarfiðri.

Þett sýnir hvernig fullveldi þjóða er skert, þegar slíkar risasamsteypur eiga í hlut.  Þetta kallast víst fjárkúgun á Íslensku. Engan skal undra að leynd hvíli yfir orkuverði og engin skal velkjast í vafa um að það er aðeins bærilegt, þar til þeir eru búnir að koma sér rækilega fyrir.  Þá verðum við nýlenda þeirra.

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/01/29/bidur_alcoa_ad_loka_ekki/

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2010 kl. 22:58

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hélt þú vildir kannski halda þessu til haga í vopnabúr baráttunnar.  Þetta er lykilatriði og marg marg reynt.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2010 kl. 23:00

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað sem okkur finnst um forsetann og ríkisstjórnina, þá ber forsetanum að fylgja stefnu sitjandi ríkisstjórnar hverju sinni í sínum málfluttningi samkvæmt stjórnarskránni.

Hann er ekki einhver óháður aðili sem getur túlkað sínar persónulegu skoðanir, heldur ber honum að verasamkvæmur stefnu ríkisstjórnar hverju sinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2010 kl. 23:12

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rétt, Hólmfríður, og forsetinn verður að leggja á það áherslu að með því að áfrýja Icesave til dóms þjóðarinnar tekur hann ekki afstöðu til laganna heldur sé þetta málskot.

Ómar Ragnarsson, 29.1.2010 kl. 23:31

17 identicon

Þetta er rétt hjá Hólmfríði. Því skal varast að velja í embættið metnaðarfulla pólitíkusa, sem á erfiðum tímum, eins og við upplifum núna, gætu farið langt út fyrir gefinn ramma. Því fylgir mikil áhætta. Þessi framsækni gæti orðið þjóðinni til hagsbóta, en einnig skaðvaldur, eins og gerðist í útrásarbrjálæðinu. Forsetaembættið á ekki að vera neitt "experiment". Núna reynir ræfillinn að rétta úr kútnum, mjög svo skiljanlegt.

En ferill Ólafs Ragnars sem forseti, verður sorgarsaga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 23:48

18 Smámynd: Billi bilaði

Ég hef fram að þessu viljað að forsetinn segði af sér tafarlaust.

Framganga hans frá áramótum hefur hins vegar breytt þeirri skoðun. Nú vil ég að hann haldi áfram á sömu braut, og tali máli þjóðarinnar.

Hann á ekki að tala máli vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég kýs ekki forseta til að fylgja ríkisstjórn. Ég kýs forseta til að hafa virkan málskotsrétt.

Málskotsréttinn megum við aldrei missa. Þá fyrst verður fáræðið í stjórnmálum Íslands staðfest.

Billi bilaði, 30.1.2010 kl. 01:14

19 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

Ekki veit ég hvað þú heldur eða hvað þér hefur verið sagt.

Hins vegar stendur eftirfarnandi í stjórnarskránni, sjá hér.

Þá vil ég benda þér á eftirfarandi pistila.

Sjá hér

 Sómi Íslands sverð og skjöldur?

Forsetinn og utanþingsstjórn.

 Og hér á ensku

og hér 

og á endanum hér

Forsetaembættið í stofufangelsi

Ræðum þessi mál á grundvelli stjórnarskrárinnar. Ekki ímynda okkur einhvern annan veruleika. 

Ekki segja að allt eigi að vera eins og var á grundvelli þess samstarfs sem var milli Vigdísar Fimmbogadóttur og Steingríms Hermannssonar hér á árum árum. Það samstarf getur aldrei orðið stjórnarskránni yfirsterkari.

Horfum á staðreyndir, ekki löngu liðin tíma.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2010 kl. 04:16

20 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ómar, virðum stjórnarskrána.

Ef við hættum að virða hana, þá er ekkert eftir nema stjórnleysi.

Með lögum skal land byggja. Með ólögum eyða.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2010 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband