Silfurlið í raun í þessum ham? Já!

Ef Íslendingar halda uppi uppteknum hætti í leiknum við Pólverja er engin spurning um það að þeir eru annað af tveimur bestu handboltalandsliðum heims. 

En nú bara að klára þetta hjá þeim. Þreytan segir til sín en sem betur fer virðist hún líka segja til sín hjá Pólverjum.

Að jafn gott lið og hið pólska hafi aðeins skorað átta mörk í hálfleik sýnir að þessar 30 mínútur íslenska liðsins hljóta að teljast þær einhverjar þær allra bestu sem nokkurt landslið okkar í handbolta hefur átt.

Það gott að geta glaðst yfir því í leikhléi þótt leikurinn sé auðvitað alls ekki búinn.  

P.S. Bronsið tryggt.  Það hefur verið sagt að sannur meistari sýni að hann verðskuldi þann titil með viðbrögðum sínum við mótlæti. Síðustu mínútur þessa leiks sönnuðu karakterinn í íslenska liðinu og að silfur í Peking og brons í Austurríki eru verðskulduð.  


mbl.is Ísland landaði bronsinu í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála þér, við erum klárlega með næstbesta lið í heimi. Við erum mun betri en silfurlið Króata. Frakkar eru einfaldlega bestir í dag, á svipuðum stalli og Svíar og Rússar (Sovétríkin áður) voru á tíunda áratug síðustu aldar.

Yndislegur leikur fram til þessa hjá íslenska liðinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Njáll Harðarson

Við kíktum á hverfisbarinn hér í Vallensbæk í Köben eins og venjulega á sunnudögum, og menn voru þegar uppi með 50 tommu skjáinn að hvetja ísland áfram, virkað algerlega surreal, maður gæti haldið að maður væri á íslandi, ég hef oft komið til íslands sögðu sumir og áttu í okkur hvert bein.

Barinn er ekki bara einhver bar, heldur vatnsból elítunar í Vallensbæk Stórköbenhavn.

Við hér segir einn sem við höldum einhver fyrrvernadi stórmann í Danska FLughernum, erum að velta því fyrir okkur hvernig Ísland fer að því að stafla upp svona liði, með aðeins 330,000 manns, það er sirca meðal bær í Danmörku. Danir vita meir en þeir láta uppi. Ég sagði að það hlyti að vera í genunum. Bros var svarið.

Sigur á síðustu dropunum, Til hamingju Ísland, Danmörk vill gjarnan eiga svolítið í okkur þrátt fyrir óráðssíuna, Danir eru greinilega stoltir af Íslandi og fylgjast með.

Njáll Harðarson, 31.1.2010 kl. 16:11

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gaman að heyra þetta, Njáll

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 18:23

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Með annað hvort sigri á Austurríkismönnum í undanriðlinum eða í leiknum gegn Króötum hefðum við hreppt efsta sæti milliriðilsins. Þar með hefði Ísland mætt Pólverjum í undanúrslitum og síðan Frökkum í leik um gullið.

Theódór Norðkvist, 31.1.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband