Hrífandi söngur.

Við eigum gott, Íslendingar, ekki stærri þjóð, að eiga jafn marga góða og upprennandi söngvara og raun ber vitni. 

Í kvöld varð ég á skemmtun vitni af glæsilegri frammistöðu Gissuarar Páls Gissurarsonar sem hreif alla með áreynslulausri og lýtalausri túlkun erfiðaðra sönglaga, sem hann flutti á stórkostlegan hátt og afar mikilli smekkvísi. 

Það verður gaman að fylgjast með ferli þessa söngvara sem stóð sig svo vel í kvöld að hann átti hvert bein í áheyrendum.

Ekki dró það úr ánægjunni fyrir mig og Helgu að hann skyldi syngja nokkur þeirra lag sem Árni heitinn Jónsson söng á héraðsmótum Framsóknarflokksins 1961 í ferð okkar með honum og Skúla heitnum Thorodsen um Vestfirði.

Með því var rifjað upp fyrir ógleymanlegt ferðalag sem við fórum nýtrúlofuð um landið þegar Árni var á tindi ferils síns.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég heyrði í Gissuri fyrir nokkrum árum út í Slóveníu, þá var hann alveg óþekktur hér heima og hafði ekki tekið sitt debut sem hann flutti síðar í Salnum í Kópavogi. Hann var einmitt eins og þú lýstir honum, hreint stórkostlegur.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 00:20

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gissur Páll er mjög öflugur söngvari og það kemur manni skemmtileg á óvart að þessi mikla rödd búi í ekki stærri líkama. "Áreynslulaust" er einmitt orðið sem nær því svo vel að lýsa flutningi hans.

Flosi Kristjánsson, 7.2.2010 kl. 11:36

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég bloggaði um Gissur Gissurarson einhvern tíma á síðasta ári. Þetta er einn albesti söngvari sem ég hef hlustað á. Söngvari á heimsmælikvarða.

Sigurður Þorsteinsson, 7.2.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband