"Að standa við gefnar skuldbindingar..."

Hversu oft skyldi ofangreind orð ekki hafa verið sögð allt frá símtali Árna Mathiesen við Alistair Darling til þessa dags?

Á öllum stigum málsins hafa allir þeir Íslendingar sem gefið hafa yfirlýsingar um Icesave-málið, forsetinn, ráðherrarnir og talsmenn flokkanna hamrað á þessu af augljósri ástæðu: Umheimurinn verður að geta treyst því að Íslendingar haldi orð sín, annars missa þeir alla tiltrú.

Ísland er eylanda og fá lönd eru eins háð því að eiga traust og mikil viðskipti við aðrar þjóðir.

Útilokað er að stunda nein viðskipti nema að orð standi og hægt sé að treysta á samninga.

Málið fór strax í þann farveg og hefur verið í honum síðan að leysa þyrfti þessa deilu með samningum.

Héðan af verður ekki hægt að ganga til samninga öðruvísi en að hægt sé að treysta því af beggja hálfu að samningarnir, hverjir sem þeir verða, standi, og að báðir aðilar hafi haft fullt umboð til að gera þá.

Hitt er hins vegar höfuðatriði að samningarnir séu sanngjarnir og taki mið af eðlilegri dreifingu þeirra byrða sem sameiginleg ábyrgð þriggja þjóða hefur í för með sér.

Samningar geta aldrei orðið sanngjarnir ef annar aðilinn neytir aflsmunar og sýnir af sér bæði ósanngirni og óskynsamlega nauðung í garð hins aðilans.

Tíminn hefur unnið með okkur til þessa í þá veru að afla skilnings erlendis á eðli þessa máls og nauðsyn þess að gera "fair deal" sem meðal annars felist í eðlilegum fyrirvörum. 

Takmörk eru hins vegar fyrir því hve langan tíma við höfum og spurning hvenær tíminn fer að vinna á móti okkur.

Vandinn felst í því að meta þetta rétt og um það mat og samningana sjálfa þarf að fást sú samstaða að lausn málsins verði föst í hendi fyrir alla aðila.  


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta hefur yfirleitt verið orðað svo, að Íslendingar myndu standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" sínar. 

Það þýðir einungis, að staðið verði við tilskipanir ESB og íslensk lög um tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta.  Þeir eru sjálfseignarstofnanir og á þeim má ekki vera ríkisábyrgð og því ber skattgreiðendum ekki að taka á sig byrðar vegna gjaldþrota einkabanka.

Bretar og Hollendingar eiga að sætta sig við að fá sínar kröfur greiddar ú þrotabúi Landsbankans, án tilkomu ríkissjóðs, þ.e. íslenskra skattgreiðenda.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: corvus corax

Sammála Axel! Stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar skv. tilskipunum ESB en ekki við óábyrgar yfirlýsingar óhæfra og örvita fyrrverandi og núverandi landsfeðra!

corvus corax, 9.2.2010 kl. 10:06

3 identicon

Alltaf jafn raunsær Ómar, merkilegt að landsmenn hafa aldrei tekið nóu mikið mark á þér, í þinni baráttu um náttúruvermd og annari sjálfsagðar réttlætiskröfur í samfélaginu. Ef það er einhvern tímann nauðsinlegt að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins, þá er það einmitt núna hjá allmeningi, í staðinn fyrir það sem maður heyrir mkið, bara uppgjöf og volæði, svo sem ”nenni ekki að hlusta á þetta lengur, það er svo miklil spilling, það breytis ekkert”, það breytis ekkert ef fólk skítur bara skollaeyrum við. Með lögum skal land byggja, þá á ég við með nýjum lögum, reglum og siðferði, en ekki með lögum skal land leggja í rúst, sem hefur verið síðasliðinna áratugi með ónýtum lögum, reglum og siðblindu, sem hafa ekki náð yfir siðblindu stjórnsýslu og löggjafarvaldsins. Samanber “Vinagreiða félags Íslans“. Hef hlustað á þig í 40 ár að minsta kosti í bæði gamni og alvöru, aðalega upp á síðkastið i alvöru raunveruleikans. Vonandi vaknar fólk núna þegar tækifærið gefst, sérstaklega núna þegar skíturinn er komin upp á yfirborðið og er þó bara brot af því sem hefur verið falið. 100% sammála Alex og þess nafnlausa (corvus corax)

Ingolf (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 11:05

4 Smámynd: corvus corax

Þess nafnlausa? Hrafn Hrafnsson!

corvus corax, 9.2.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband