Gamla stemningin að koma aftur ?

Aðeins fjórtán ára gamall átti ég þess kost að dvelja í sex vikur á venjulegu heimili í Kaupmannahöfn og fara á alþjóðlega æskulýðsráðstefnu þar. 

Síðan þá hefur mér ævinlega fundist ég vera kominn heim ef ég hef komið við í Kaupmannahöfn á leið til Íslands frá fjarlægum slóðum. 

Ráðhústorgið var þá miklu skemmtilegra en nú, því að göturnar iðuðu af hjólreiðafólki og gangstéttir af fólki en bílarnir voru miklu færri en nú er.

Mér fannst það óskiljanlegt þegar hin forljóta umferðarmiðstöð var reist á torginu gersamlega á skjön við allt umhverfi sitt og fagna því mjög að eiga þess kost að koma aftur á torgið og fá smá smjörþef af gamalli stemningu sem ekki er raskað með jafn ljótu mannvirki og umferðarmiðstöðin hefur verið síðustu fimmtán ár.  


mbl.is „Ljótasta hús“ Danmerkur rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smjörþef?  Var gamla stemmningin ekki eftirsóknarverð og góð?  Smjörþefur er vondur!

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott hjá þér, Þorvaldur, að grípa mig glóðvolgan með rangt lýsingarorð.

Þetta kom hins vegar upp úr undirmeðvitundinni hjá mér því að í viðleitni til að sporna við því að þyngjast verð ég að setja smjör því sem næst á bannlista en það er alveg sérstaklega erfitt vegna þess hvað það er gott sem viðbit.

Fyrir mig eru þefur og bragð af góðu smjöri nokkuð sem er alveg dásamlegt að finna og því datt ég í þennan pytt.

Gamla stemningin var eftirsóknarverð og góð, það er alveg víst.

Ómar Ragnarsson, 10.2.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband