12.2.2010 | 15:29
Fátæklegt myndasafn ?
Mbl.is birtir mynd um fréttaflutning RUV af tillögu stjórnvalda sem Steingrímur J. segist hafa beðið RUV um að flytja ekki.
Á myndinni er mynd af Steingrími J. Sigfússyni og fréttakonu að taka við hann viðtal og má af því ráða að fréttaflutningurinn hafi verið á hennar vegum.
Svo var hins vegar alls ekki og þetta er enn eitt dæmið um misvísandi myndbirtignar í íslenskum fjölmiðlum.
Morgunblaðið hlýtur að eiga einhverja mynd af Steingrími J. Sigfússyni sem gefur rétta mynd af aðilum þessa máls.
Þetta minnir mig á það þegar ég fór í frægt loftbelsflug 1976 og tímaritið Samúel sló því síðan upp með forsíðugrein og mynd að loftbelgurinn hefði verið notaður til að smygla hassi.
Ég var eini maðurinn sem sást á þessari mynd, enda var skýringin á þessari myndbirtingu að myndasafn Samúels væri fátæklegt. Varla er myndasafn Morgunblaðsins svona fátæklegt líka?
Bað RÚV að birta ekki fréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.