14.2.2010 | 19:39
Óþörf og skaðleg harka í kröfum ríkisins.
Ég hef reynt að fylgjast með þjóðlendumálunum frá upphafi og fæ ekki betur séð en að óþarfar og stundum fáránlegar kröfur ríkisvaldsins hafi gert þessum málum ógagn sem og öllum hugmyndum um þjóðgarða og friðlönd.
Þettar hefur verið afar bagalegt og mikill óþarfi.
Sem dæmi má nefna kröfurnar á Miðnorðurlandi þar sem fjallsranar á milli byggðra dala áttu að fara úr eign landeigenda sem höfðu nýtt þá og gengið um þá árlega frá upphafi byggðar á Íslandi til að tína ber og fjallagrös.
Ég þekki dæmi um að berjalönd og fjallagrasalönd sem voru í meira en 400 metra hæð og voru nýtt af heimamönnum, kannski innan við einn kílómetra frá viðkomandi sveitabæ, áttu að verða að þjóðlendum.
Það er sjálfsægt mál að taka undir með þeim landeigendum og heimamönnum sem vilja að tekið verði tillit til allra gagna, sem kunna að finnast um þessi mál, og raunar sé ég ekki þá nauðsyn sem það á að vera fyrir ríkisvaldið að ganga fram með ítrustu kröfur, sem eru oft langt umfram alla sanngirni.
Þjóðlendulögum verði breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.