Afleitt leitarsvæði.

Ég þekki það af eigin reynslu að sunnanverður Langjökull og Skálpanes, sem liggur á milli jökulsins og Bláfellsháls, eru veðravíti í hvassri norðanátt. 

Loftið, sem þrýstist suður Kjöl fær aukinn kraft þegar það skellur á þeirri fyrirstöðu sem suðaustanverður jökullinn og Skálpanesið eru, en þau rísa upp fyrir sunnan lægðina sem Hvítárvatn er í.

Búið er að spá daglega í heila viku að óveður ætti að skella á á þessum slóðum á bilinu milli föstudagskvölds og hádegis á laugardegi.   

Vonandi fer þetta ekki illa en það er erfiðara að hafast við fyrir vélsleðafólk í óveðri en jeppafólk, sem á möguleika á að láta fyrirberast inni í bílunum og bíða hjálpar þar til veðri slotar.

Ég hef verið í ferð með vönum jeppamönnum, sem voru með réttan búnað, vistir og símasamband og gátu beðið rólegir af sér óveður sem stóð í meira en sólarhring og haldið síðan áfram ferðinni í betra veðri. 

Það var vikuleiðangur hóps af öflugustu jöklajeppum landins undir stjórn færustu jöklabílstjóra um Vatnajökul og Öræfajökul og menn útbúnir í fullu samræmi við veðurspá og með rétt ög örugg viðbrögð og viðbúnað.  

Tryggt var að enginn yrði viðskila og engum hefði dottið í hug að reyna þetta á vélsleðum.   


mbl.is 150 leita við slæmar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega er ljótt að segja þetta: Fyrir stuttu varð dauðaslys á Langjökli í góðu veðri. Varað hefur við ferðum um jökulinn sakir stórhættu. Hvað er fólk eiginlega að gera þarna þegar spáð hefur verið vitlausu veðri?

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 19:57

2 identicon

Þetta eru skelfilegar fréttir .

Biðjum til Guðs að allt fari vel .

Kristín (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 20:20

3 identicon

algjörlega sammála síðast ræðumanni, HVAÐ ER FÓLK AÐ ÞVÆLAST Á ÞESSUM SLÓÐUM ÞEGAR BÚIÐ ER AÐ GEFA ÚT VIÐVARANIR UM VEÐUR OG LÍKA UM AÐ ÞAÐ SÉ VARHUGAVERT AÐ FARA Á JÖLKLA LANDSINS ÞEGAR LÍTIÐ SEM EKKERT HEFUR SNJÓAÐ

Anna (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 20:27

4 identicon

Þetta var leigusleði með sennileg óvant fólk

drengur (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Sævar Helgason

Já þetta er alveg ótrúlegt. Veðurhorfur mjög slæmar en þó er haldið í helgarferðina sem eflaust hefur verið plönuð í vikunni.  Og nú eru 150 björgunarsveitarliðar að störfum á Langjökli í afar erfiðu veðri og myrkri.  Vonandi farnast þeim vel og fólkið komi í leitirnar.

En meira af björgunarsveitum dagsins.:

Un kl 14 í dag var ég að horfa í sjónauka heiman frá mér ,efst í Áslandinu í Hafnarfirði ,og út yfir sjóinn .

Mikið brim var við Álftanesið og inn grynningarnar suð-vestur af nesinu. Og þar kem ég auga á 5-7 tonna bát sem er að þræða þarna inná milli skerja ,grynninga , grunnbrota og stefnir á Garðakirkjuna. 

Þar sem ég er gjörkunnugur þessu sjósvæði var mér ljóst að báturinn var þarna í stórhættu- að rekast í botn í einhverju grunnbrotinu. Og það gerðist .  Hann færir sig utar þar sem dýpi var heldur meira en vestanaldan samt hættuleg.

Ég sé að báturinn er farinn að síga verulega að aftan og bátsverjinn byrjaður að ausa af krafti-sjó úr bátnum-augsjánlega mikill leki kominn á bátinn

Og ég gríp mína VHF sjótalstöð og stilli á neyðarrásina 16 og ætlaði að senda skilaboð á tilkynningarskylduna um bátinn.

Þegar ég opna hana er í gangi samtal um að neyðarkall frá bátnum hafi borist og bæði þyrla og björgunarskip frá Hafnarfirði séu á leið til björgunar.

Ég fylgist síðan með bátnum sem sígur æ meir niður að aftan.  Þegar björgunarskipið kemur mátti ekki tæpara standa að báturin sykki þarna á staðnum.

Dælum var komið um borð og báturinn dreginn til Hafnarfjarðar- Allt fór því vel.  Björgunarþyrlan sveimaði yfir um stund en hennar var ekki þörf.

En hvað bátsverjinn var að gera þarna í þessu veðri og þessum sjó á þessu stórvarasama svæði er mér óskiljanlegt og það á háfjöru .

Þarna var öllum bátum kolófært.  

Sævar Helgason, 14.2.2010 kl. 21:02

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það þarf tafarlaust að setja  strangar reglur um ferðir á óbyggðum um há vetur hvað varðar útbúnað veðurspá og kunnáttu!

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband