Stærsta gildi jarðhitans.

Stærsta gildi jarðhitans á alla lund er það sem hann leggur til þjóðarbúsins við hitun húsa, ekki bara 50-60 milljarða sparnaður í erlendum gjaldeyri heldur líka eftirfarandi atriði.

1. Nýting orkunnar er margfalt meiri en við raforkuframleiðslu, en í henni fara nær 90% orkunnar ónotuð út í loftið. 

2. Þetta getur kallast hrein orka þótt efnasambönd séu í heita vatninu og þó sérstaklega í samanburði við raforkuframleiðsluna sem hleyptir miklu af brennisteinsvetni út í loftið.  

3. Tvennt framangreint er mikill álitsauki fyrir land og þjóð og auglýsing út á við. 

4. Vísindaleg þekking sem getur orðið útflutningsvara.

5. Jarðhitinn getur verið endurnýjanleg orkulind ef farið er af fyllstu varúð og framsýni í beislun hans. Á það skortir hins vegar mikið í óðagotsvirkjanaæði skómigustefnunnar, sem hér ríkir í krafti óskynsamlegrar stóriðjutrúar. 


mbl.is Jarðhitinn sparar 50 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband