Allt frá móðuharðindunum.

Móða Skaftáreldanna barst frá Íslandi til Skotlands og þaðan yfir meginland Evrópu. Síðan eru til heimildir og mælingar um það hvernig hún barst austur yfir Rússland og Asíu og þaðan yfir Kyrrahafið og meginland Norður-Ameríku allt til austurstrandar Bandaríkjanna.

Móðan olli kólnun á norðurhveli jarðar næstu ár á eftir og átti óbeinan þátt í frönsku stjórnarbyltingunni vegna áhrifanna á landbúnað í Frakklandi.

Rykið frá Íslandi hefur áreiðanlega haft áhrif í Evrópu fyrr en nú og sumir upphafsstaðir þess eru ekki bundnir við svæði  sem nýlega hafa komið undan jökli, svo sem sandana fyrir sunnan jökla.

Merkilegt má raunar telja að allt hið mikla leirfok sem kom af Skeiðarársandi í kjölfar flóðanna á sandinum haustið 1996 skyldi ekki mælast sérstaklega í Evrópu en það kanna að vera vegna þess að annað hvort hafa mælingarnar ekki verið eins góðar þá eða að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvaðan rykið var komið.

Við Íslendingar getum raunar þakkað fyrir að erlendis séu menn uppteknir við að skoða rykið sem afleiðing hnattrænnar hlýnunar í stað þess að átta sig á því stór hluti ryksins sem kemur frá Íslandi er til orðið vegna rányrkju okkar á landinu allt frá landnámi með tilheyrandi uppblæstri og leir- og sandfoki.  

 


mbl.is Má rekja meira ryk í andrúmsloftinu til bráðnunar jökla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli við getum átt von á skaðabótakröfum?   Það væri eftir öðru!!

Ragnar

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 15:33

2 identicon

 í Lakagígagosinu 1783 sem olli móðuharðindunum voru hraunstrókarnir allt upp í einn og hálfur kílómetri á hæð, og gas og fínaska (ryk) úr þeim fór sennilega tífalt hærra upp í loftið, og gosmagnið úr þeim er sennilega á topp 10 listanum í þeim flokki, og sennilega hefur það haft einhver áhrif á veðurfar allvíða, ekki er langt síðan ég sá lærða grein sem gerði því skóna að a.m.k 9-10 þúsund dauðsföll í Egyptalandi hefðu orðið af þess völdum. 

En leirfok héðan er alls ekki það sama og gosaska í háloftunum, það er í miklu lægri loftlögum , ég hefði haldið, mest af slíku ætti að fara í norður , eða norðvestur enda kannski upp á grænlandsjökli, norðurskautinu, eða í kanada norðarlega , en ekki sunnan og austan við okkur þar sem Evrópa liggur.

En hvað veit ég, kannski er eitthvað til í þessu, það hefur bara verið "sannleikur", svo lengi að mengun sunnan úr evrópu og afríku  og vestan úr ameríku bærist norður, svo mér finnst vera "pissað upp í vindinn" í þessari frétt , sem ein og sér er allt of þunn til þess að byggja einhverja niðurstöðu á. 

Bjössi (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband