Af hverju "afar miklar afleiðingar fyrir Evrópu"?

John McFall, formaður fjárlaganefndar breska þingsins, hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að náist ekki lausn í Icesavedeilunni "verði afleiðingarnar afar miklar fyrir Evrópu."

Þarna nefnir hann höfuðástæðuna fyrir hegðun Breta, Hollendinga og fleiri þjóða gagnvart okkur. 

Það er upplýsandi að heyra um þessar "afleiðingar" því að þær munu augljóslega birtast í því að svipuð mál sé að finna í nágrannalöndum okkar og þau jafnvel miklu stærri. 

Og eru þau mál okkur að kenna? Nei, þar er um að kenna gölluðu regluverki Evrópusanbandsins og sameiginlegum afleiðingum fjármálabólunnar, sem látin var grassera á alþjóðavísu en ekki bara á Íslandi. 

Það þarf að útskýra vel fyrir alþjóðasamfélaginu á hvern hátt Íslendingar ætla, þrátt fyrir allt, að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Bæði við sjálf og aðrar þjóðir þurfa að vita, hverjar þær séu og hvernig þetta flókna mál allt er vaxið. 

Í því gagntilboði sem íslenska samninganefndin spilaði síðast út er fólgin mikil ábyrgðartilfinning íslensku þjóðarinnar sem viðsemjendur okkar mættu taka sér til fyrirmyndar í stað þess að reyna að sópa sínum eigin stóra vanda undir teppið. 


mbl.is McFall: Telur að lausn verði að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Ómar, ég vona að þér takist að útskýra fyrir Samfylkingunni: "Nei, þar er um að kenna gölluðu regluverki Evrópusanbandsins og sameiginlegum afleiðingum fjármálabólunnar, sem látin var grassera á alþjóðavísu en ekki bara á Íslandi. "

Þeir hafa á einhvern óskiljanlegan hátt ávalt valið að "verja & tala málstað UK & Hollands gegn okkar málstað" - nú er mál að linni...lol..lol...!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 12:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir óttast hreinlega uppreisn, það er ekkert minna en það!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2010 kl. 13:22

3 identicon

Skil ekki hvað John McFall er að fara. Og ósammála Ómari og Guðmundi Ásgeirssyni.

Sé ekki hverjar afleiðingarnar verða fyrir Evrópu. Líklega engar. Ef Ísland hefði hreinan skjöld, væri saklaus eins og lambið, liti málið öðruvísi út. En bankarnir íslensku voru engir bankar, þetta voru spilavít í höndum glæpamanna og það vita útlendingar. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 16:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála þér, Haukur, hvað varðar íslensku gróðærisbóluna, en ég vil minna á að samkvæmt nýjasta tilboði okkar Íslendinga munu Íslenskir skattborgarar þurfa að borga mun meira á hvern mann en hinar þjóðirnar tvær sem sváfu á verðinum.

Bretar og Bandaríkjamenn létu ríkissjóði sína og skattborgara borga stórar fjárhæðir til að bjarga bönkum þeirra frá þeirri verðskulduðu refsingu sem íslensku bankarnir sættu.

Blinda trúin á sem hömlulausastog eftirlitslausast fjármálakerfi kom að utan en auðvitað þurftu íslenskir fjármálaglæframenn og græðgisgaurar að ganga miklu lengra en allir aðrir !

Ómar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 17:05

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alveg týpískt bjúrókratasvar þegar hann er spurður af því hvort það sé rétt að þjóðin borgi fyrir sukk einkabanka, að segja að "sú spurning hafi komið víða fram eftir að kreppan skall á."

Maður trúir varla eigin augum þegar maður sér svona ófyrirleitni. Spurningunni er ekki svarað heldur bara undirstrikað að margir hafi spurt hennar! !

Svona komast svo menn upp með í viðtölum trekk í trekk og ekki síst hér á landi. Hann veit sem er að það er hvorki löglegt, sanngjarnt né lýðræðislegt að senda alþýðunni reikninginn, en þar sem hann er á mála þessa glæpahrings sem bankaelítan er, þá leiðir hann slík aukaatriði hjá sér.  Þessa glæpaklíku berjast nú Steingrímur og Jóhanna fyrir að þóknast. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 17:32

6 Smámynd: Sævar Helgason

"Bretar og Bandaríkjamenn létu ríkissjóði sína og skattborgara borga stórar fjárhæðir til að bjarga bönkum þeirra frá þeirri verðskulduðu refsingu sem íslensku bankarnir sættu."

Erum við,skattborgarar, ekki nú að byrja að borga 300 milljarða gjaldþrot Seðlabanka Íslands með ofurvöxtum ?

Tryggðum við ekki allar innistæður Íslendinga í bönkunum og að auki í verðbréfasjóðum- fyrst og fremst vegna þeirra ofurauðugu-greitt að stórum hluta af skattgreiðendum ?

Síðan  þurftum við skattborgarar að endurreisa einkavinabankana með einhverjum hundruð milljara ?

Og nú erum við í hinu mesta basli við að sætta okkur við að greiða 20887 evrur/reikn. til  þeirra sem treystu Landsbankanum íslenska fyrir sparifé sínu  - í Hollandi og Bretlandi.  Bretar og Hollendingar höfðu það eins og við- borguðu þessu fólki í topp og eru nú að rukka okkur.   Við vorum fyrirmyndin. 

Sævar Helgason, 2.3.2010 kl. 17:42

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Sýn okkar Íslendinga á okkur sjálf er oft í undarlegri kantinum.  Ef aðeins er litið til síðustu ára koma nokkur tilvik uppi hugann, þar sem þetta sýnir sig.

Fyrsta skal nefna stuðningsyfirlýsingu Davíðs Oddssonar við forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu, þegar sá síðari var að leggja í stríð við svokallaða hryðjuverkamenn í Írak:  You have our full support,Mr. President, sagði hann, og fréttaþulir Sky urðu ansi langleitir og örlítið furðu- og efasemdabros færðist yfir andlit þeirra. 

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fengu þá flugu í höfuðið að Sameinuðu þjóðirnar mættu ekki við því, að Ísland væri ekki í Öryggisráðinu.  Það kom svo í hlut Ingibjargar Sólrúnar að spandera 18 mánaða ferli sínum sem utanríkisráðherra í að agítera fyrir því og smala saman atkvæðum (milli þess sem hún ferðaðist um og laug til um efnahagsástandið á Íslandi).  Nær daglega sagði hún af því fréttir í fjölmiðlum, hversu vel gengi.  Þessi þjóðin og hin myndi örugglega kjósa "stóra" Ísland.  Ekki komumst við í Öryggisráðið og Sameinuðu Þjóðirnar eru enn starfandi!

Í hinu svokallaða góðæri trúðu flestir Íslendingar, að hér væri risið einhverskonar efnahagsundur, íslenska undrið!  Íslenskir fjármálamenn stæðu öðrum framar.  Talað var um íslenska viðskiptamótelið og hversu undrasnöggir Íslendingar væru að landa stórviðskiptum.  Svo hrundi efnahagsundrið og fjármálaséníin reyndust flestir fjárglæframenn, svindlarar og bófar!

Og nú trúa víst ýmsir því, að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn muni skipta sköpum.  Ekki bara fyrir þjóðina!  Nei, líka fyrir gervalla heimsbyggðina!

 Og til að bæta gráu ofan á svart er rétt að segja frá því,að komið hefur í ljós að íslendingar eru nánast sambandslausir við alþjóðasamfélagið eftir allan bægslaganginn.  Utanríkisþjónustan hefur ekki unnið sín verk, sem eru að afla og viðhalda tengslum við umheiminn!

Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 18:26

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Viðbót:  Og trúa svo því að við séum einskonar "prófdómarar" í regluverki ESB. Það velti á okkur að það verði leiðrétt og bætt!

Og enn:  Sumir eru farnir að trúa því að Íslendingar fái það hlutverk í ESB að stjórna þar fiskveiðimálum!  "Stóra" Ísland?  Þráinn hefur sennilega rétt fyrir sér, nema hvað hann vanmetur illilega fjölda fábjána á Íslandi, einsog Jónas bendir á!

Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 18:31

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Samkvæmt síðustu upplýsingum er mikill áhugi hjá ESB að láta Íslendinga stjórna þremur þáttum, þ.e. sjávarútvegsstefnunni, landbúnaðarstefnunni og bankastefnunni.

Við erum best

Sigurður Þorsteinsson, 2.3.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband