Ef Bretar samþykktu gagntilboð Íslendinga, hvað þá?

Ef Bretar samþykktu gagntilboð Íslendinga myndi Icesavedeilunni líklega ljúka, því að fulltrúar allra íslensku stjórnmálaflokkanna standa að því tilboði. 

En líklega eiga Bretar erfitt með að kyngja því.

Þá koma tveir kostir upp í hugann. 

Stjórnin lætur fella lögin um Icesave-samninginn úr gildi líkt og gerðist þegar fjölmiðlalögin voru dregin til baka 2004.

Munurinn er hins vegar sá að fjölmiðlalögin voru hreint innanríkismál en Icesavesamningurinn er milliríkjasamningur.

Stjórnin á líklega erfitt með að kyngja því að fara þessa leið.

Þá er hinn kosturinn.

Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í lýðveldissögunni fer fram og morgunljóst að lögin verða felld úr gildi. 

Sjá menn einhverja fleiri raunhæfa kosti í stöðunni næstu fjóra dagana?  

Til dæmis að Bretar geri gagntilboð þar sem síðasta tilboð Íslendinga er breytt eins lítið og hægt er til að Bretar haldi andlitinu að eigin dómi?

Er líklegt að íslenska stjórnarandstaðan muni fallast á það? Það er ekki svo að sjá.  


mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarandstaðan vill ekki, og hefur aldrei viljað, finna lausn á þessu máli.

Hún vill halda þessu máli lifandi sem allra lengst, til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Hún ber sannarlega ekki þjóðarhag fyrir brjósti.

Þegar Íslendingar hafa fellt lögin taka lögin frá því í ágúst á síðasta ári gildi. Bretar og Hollendingar samþykktu að vísu ekki þann samning, en nú virðast þeir samningsfúsari og mér þætti ekki ólíklegt að þeir tækju þann kostinn að skrifa undir þann samning, sem Alþingi hefur samþykkt og forsetinn undirritað. Og þar með væri málið úr sögunni (nema hvað við ættum eftir að borga auðvitað).

Gísli (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 01:56

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei Ómar ég sé það ekki fyrir mér hvernig ESB Jóhanna og Icesave Steingrímur ætla að komast hjá því að detta í grubið.  Þau hafa eins og aðrar tegundir leyfi til að bjarga sér til lífs og friðar en þá vænti ég og friðar.

Manstu 12 mílurnar, þar sem Bretar kröfðust hlutar í auðlind og fóru halloka.  En nú krefjast þeir hlutar í peningum sem við gætum fengið af sömu auðlynd og fara halloka vegna þess að þetta er sama málið.    

Skil ekki alveg þennan Gísla, skyldi hann vera mjög bráðþroska, Ég kunni ekki að skrifa svona vel þegar ég var að leika mér í sandkassa.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2010 kl. 02:14

3 identicon

Hrólfur minn, hvað er það sem þú skilur ekki?

Ég reyndi að skrifa þetta eins skýrt og ég gat en ég skal reyna að útskýra það betur ef þú segir mér hvað það er sem þú skilur ekki.

Gísli (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 03:01

4 identicon

Athyglisverður punktur Ómar.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 08:24

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Gísli, tímafrestur Hollendinga og Breta til að samþykkja samninginn er liðinn. Icesave 1 lögin gilda en eru tilgangslaus, ríkisábyrgðin gildir ekki.

Þrælalögin verða ekki samþykkt með mínu atkvæði.

Baldvin Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 08:32

6 identicon

Málið er einfalt!

Við eigum ekki að borga fyrir sukk nokkurra kókaín hausa og glæpamanna... þó svo að við þurfum að berjast gegn innvinkluðum stjórnmálamönnum. Trúlega þarf að beita ofbeldi gegn þessu hyski en ef það er málið þá verður það gert!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 08:41

8 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ég sé hvergi neitt um að Íslenska ríkið sé tilbúið að taka á sig tapið sem íslensk heimili hafa lent í,það var okkar sparnaður fasteign og hefur alltaf verið íslenska leiðin fyrir almenning til að fá mannsæmandi eftirlaun,er okkar sparnaður eitthvað minna metinn í þessu þjóðfélagi því við áttum ekki feitar bankabækur,þá erum við bara aumingjar sem megum tapa í augum auðvaldsins .

Nú er búið að ræna því af okkur að mestu leyti og það talar enginn um að bæta okkur það,því lög segja að þess þurfi ekki.

Ok gott og vel.. En af hverju er verið að velta sér uppúr því hvað eigi að borga mikið úr ríkissjóð í ICESAVE og hversu háa vexti ( sem lendir svo sem aukabyrgðar á heimilum landsmanna um ókomna tíð ).

NEI VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA NEITT RÍKIÐ TÓK EKKI ÁBYRGÐ Á ÞESSU.Það er kominn tími til að venjulegt fólk sem er burðaráð þessa þjóðfélags fái uppreisn æru,það er minnsta mál að fá fólk sem er tilbúið að taka við peningum,það er meira mál að finna fólk til að skapa auðinn.SEGJUM NEI OG KJÓSUM,SVO MEGA ÞEIR FARA Í MÁL VIÐ OKKUR.

Friðrik Jónsson, 3.3.2010 kl. 10:21

9 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Við erum að borga Friðrik.  Við borgum meira og meira eftir því sem þetta mál tefst lengur og það er afskaplega heimskuleg baráttuaðferð. Það er óskiljanlegt að fólk fattar þetta ekki. Mikið til í pistlinum hans Jónasar Krisjánssonar ,,jónas.is" um fávitaprósentuna á Íslandi.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.3.2010 kl. 10:38

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Menn tala um að þetta mál sé varla tækt í þjóðaratkvæðagreiðslu, af því þetta er milliríkjasamningur. En þetta er bara ekkert venjulegur milliríkjasamningur. Við erum að tala um reikning upp á 12 miljónir inn um bréfalúgu hverrar einustu fjölskyldu á landinu! 

"Hún vill halda þessu máli lifandi sem allra lengst, til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Hún ber sannarlega ekki þjóðarhag fyrir brjósti." Skrifar gísli í fyrstu athugasemdinni.

Þetta er einkennileg fullyrðing í ljósi þess að stjórnarandstaðan hefur komið því til leiðar að betra samningstilboð hefur nú þegar borist frá Bretum.

En það er kannski enginn þjóðarhagur í því

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2010 kl. 10:45

11 identicon

Það eina sem ég sé gerast að ef Bretar og Hollendingar samþykktu gagntilboð Íslendinga er að Sigmundur Davíð kolkrabbasonur yrði atvinnulaus. Það er kannski þessvegna sem það berast fréttir af því að Sigmundur Davíð sé að reyna eyðileggja samningaviðræðurnar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:35

12 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sæl Þórdís

Ég ætla ekkert að dæma þig né aðra hér sem fávita eigum öll okkar litla bjána til innra með okkur,og ég þarf ekkert að lesa blogg hjá mönnum sem eru það veruleikafyrtir að halda að þeir séu betri en aðrir andlega,því sú hugsun er ljót þér má alveg finnast það einfalt hjá mér bara gott mál segir meira um þig en mig.

Ég er alveg sammála þér að við séum öll að borga og skuldir aukist bara,en það réttlætir samt ekki að erlendir aðilar séu álitnir verðugri til að fá réttlæti en við og ekki heldur þú að skuldirnar hætti að hækka hjá okkur ef við ákveðum að borga icesave því þá ertu ekki alveg að skilja einfalda stærðfræði.

Svo hefur þessi hækkun á öllu okkar minna að gera með ICESAVE en fólk heldur,okkar leiðtogar mættu drullast til að fara að vinna sína vinnu,ekki vantar launin hjá þeim og þeirra aðgerðarleysi og aðgerðir til að stoppa framkvæmdir eru að kosta okkur.Mín skoðun er að það hefði átt að losa sig við þessa stjórn fyrir löngu og mynda þjóðstjórn,en það er bara mín skoðun sem ég hef rétt á að hafa án þess að vera talinn fáviti er frjáls maður.

Það þarf að hætta þessu blaðri um icesave og byrja að vinna að uppbyggingu hér heima,ég hef alla mína tíð þurft að vinna fyrir mínu og besta leiðin til að vinna sig út úr skuldum er að skapa aðstæður til að fólk fái störf og mannsæmandi laun,ekki taka við skuldum annara.

Friðrik Jónsson, 3.3.2010 kl. 12:39

13 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir með henni Þórdísi Báru.

Sævar Helgason, 3.3.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband