10.3.2010 | 17:07
Athyglisverð þögn.
Stundum var sagt hér í gamla daga að þögn Moggans segði stundum meira en fréttaflutningurinn.
Í gær var haldinn opinn kynningarfundur á mjög umfangsmiklu starfi þeirra sem unnið hafa að Rammaáætlun um virkjanir vatnsafls og jarðvarma og komu þangað fjölmiðlamenn, enda verkefnið eitt hið stærsta sem fengist er við hér á landi varðandi stórmál sem brenna á þjóðinni.
Sömuleiðis kom fram í fjölmiðlum í gær að Svandís Svavarsdóttir undirbyggi nú að friða Gjástykki. Hvorugs þessa sást getið á mbl. is eða í Morgunblaðinu.
Kannski hefur blaðið tekið þá stefnu um Gjástykki, sem Halldór Blöndal orðaði í bréfi til blaðsins: "Og nú vilja menn friða Gjástykki. Hvers vegna veit enginn."Málið kannski afgreitt og best að enginn viti neitt.
Ég kem því á framfæri hér og nú að sé þessi þögn Morgunblaðsins vegna skorts á gögnum og myndum, get ég látið blaðinu og öðrum fjölmiðlum í té bestu, ítarlegustu og fjölbreyttustu myndir sem til eru af svæðinu Leirhnjúkur - Gjástykki, en það svæði er ein órofa heild sem sækja á inn á með virkjanir í tangarsókn vélaherdeildanna úr norðri og suðri.
Athugasemdir
Þögn Moggans getur verið ótrúlega hávær og skerandi!
Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 17:31
Og í dag voru margir útlendingar að segja að Íslendingar ættu ekki að borga skuldir sínar en ekki orð um það sem frændur vorir á Norðurlöndum sögðu um sama mál.
Þetta er sorglegt.
En vænt þætti mér um að sjá myndir frá Gjástykki hér á blogginu þínu, Ómar.
G. Pétur Matthíasson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 18:40
Ég hef margsinni birt myndir frá Gjástykkis- og Leirhnjúkssvæðinu í bloggi mínu og þú getur fundið þær með því að nota reitinn efst til vinstri hér á síðunni merkt "leita".
En ég skal skella inn myndum núna og hefði átt að gera það strax. Þakka þér ábendinguna.
Ómar Ragnarsson, 10.3.2010 kl. 20:14
Good news is no news.
Með kveðju,
Morgunblaðið
Þorsteinn Briem, 10.3.2010 kl. 20:24
Verð bara duglegri að lesa bloggið þitt Ómar þótt þú sért á tveimur stöðum.
G. Pétur Matthíasson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 20:33
Í sambandi við myndir; ég fór að ráðum ómars og leitaði að eldri færslum um sama efni og fann þá eftirfarnadi vefslóð í uþb eins og hálfsárs gamalli færslu.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/929672/
Það eru mjög flottar myndir í þessu myndbandi.
Valtýr Kári Finnsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.