11.3.2010 | 13:15
Þarf að nota hvert tækifæri.
Af því að Íslendingar eru lítil þjóð er hætt við því að aðalatriði Icesavemálsins komist ekki á framfæri við ráðamenn og almenning í öðrum löndum.
Það er eitt mikilvægasta hlutverk íslenskra ráðamanna, fjölmiðla og þjóðarinnar að koma réttum upplýsingum á framfæri við hvert það tækifæri sem býðst.
Utanríkisráðherra er í vinnu hjá þjóðinni til þess að sinna þessu og gott að frétta af því þegar slíkt gerist líkt og nú í sambandi við gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar á sænska fjármálaráðherrann.
Það þarf ekki aðeins að bregðast við þegar svona gerist, heldur líka að skapa og nota hvert það tækifæri sem hugsast til þess að halda því á lofti sem þjónar sanngirnisatriðum í þessari deilu.
Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað!
Og þó fyrr hefði verið.
Það er augljóst hvað afleiðingarnar verða. Það hefur meira að segja komið fram hjá báðum þjóðum. Ísland á svo mikla ónýtta orku segja þeir. Þess vegna geta Íslendingar borgað.
Það verður ALLT VIRKJAÐ, ef Svavarssamningar eða svipaðir eru samþykktir. Án þess að lög eða sanngirni rökstyðji svo sem að svo sé gert.
Jón Ásgeir Bjarnason, 11.3.2010 kl. 14:21
Ég vil vekja athygli allra á því að maðurinn sem íslendingar eru að greiða fyrir að búa á Bessastöðum, telst ekki til ráðamanna þjóðarinnar, hvað svo sem hann heldur. Hann er þegar búinn að gera það mikið illt af sér í þessu máli að mál er að ljúki.
Tómas H Sveinsson, 11.3.2010 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.