Gott fyrir litla þjóð.

Mér finnst það góðar fréttir að RUV og Stöð tvö sameinist um að sýna frá HM í knattspyrnu. Of  oft hefur það gleymst í gegnum árin að þjónusta við hin íslensku Jón og Gunnu getur orðið fyrir skaða af of mikilli viðleitni keppinauta til að klekkja hvor á öðrum eða reyna að kaffæra hvor annan. 

Þegar hugmyndin um Stöð tvö kom upp 1986 hafði ég enga trú á að tvær burðugar sjónvarpsstöðvar gætu keppt á jafn litlum markaði og Ísland er. 

Annað kom í ljós og sjálfur réðist ég fljótlega til starfa hjá Stöð tvö og vann þar í sex og hálft ár þau ár sem stöðin var að festa sig í sessi um allt land. 

Það kann að sýnast mótsögn en ein af ástæðum þess að ég fór yfir á Stöð tvö var sú að ég var ósáttur við þá ákvörðun RUV að gefa eftir fréttatímann klukkan 19:30 og fara til baka til klukkan 20:00, í þveröfuga átt við það sem rétt væri og að með þessu væri Stöð tvö að óþörfu réttur tíminn klukkan 19:30 á silfurfati.

Ég vildi spila með liði þar sem keppnisandinn væri ríkari en svo að keppinautnum væru færð vopn í hendur.

Samtímis þessu var ég þó mjög andvígur einokun á afmörkuðum sviðum en vildi að heilbrigð samkeppni væri viðhöfð og lögð rækt við hvata um að allir legðu sig fram. 

Mér fannst starfið á Stöð tvö eftir 19 ára starf hjá RUV dýpka skilning minn á kostum og göllum ríkisrekstrar og einkarekstrar og mjög dýrmætt að öðlast reynslu af því að vinna í ólíku umhverfi. 

Nú þurfa Íslendingar að snúa bökum saman og samstarf sjónvarpsstöða í þá veru að hámarka þjónustu við landsmenn er gott fyrir litla þjóð í nauðvörn.  

 

 

  

 


mbl.is Sameinast um að sýna frá HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér væri sama um sjónvarpsleysi ef bara ríkisstjórnin færi að hrinda í framkvæmd þessari Skjaldborg um heimili landsins

það er hægt að vera án sjónvarps, en ekki húsnæðis eða matar.

En það eru tvö fyrirtæki, sem senda út og ef samvinna tækist með þeim að hamra á þessu loforði, þá fagnaði ég þvi.

Við þurfum á þessu að halda og það er réttlætismál, að afskriftir bankanna gandi til skuldara þeirra allra, en ekki bara sumra.

HM er bara lítið mál.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rómakeisarar stunduðu pólitík gagn vart almannahylli sem var nefnd "brauð og leikir".

Þetta tvennt þyrfti alþýðan að fá til þess að hún væri til friðs. 

Þú ert að tala um brauðið og í þessum bloggpistli er talað um leikinga. 

Ómar Ragnarsson, 12.3.2010 kl. 17:15

3 identicon

Já, einmitt Ómar, minn gamli nágranni og leikfélagi í feluleikjum í Holtunum.

þarna er sú samsvörum sem ég bara var viðbót við þína færslu til að þetta passaði við Rómaveldi.

Sem svo féll, vegna spillingar og græðgi.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sólveig Pétursdóttir átti heima í Holtunum og skilaði af sér góðri fasteign til ríkisins.

Gullklósetti í Dómsmálaráðuneytinu.

Gott fyrir litla þjóð.

Þorsteinn Briem, 12.3.2010 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband