Gefandi listamaður.

Páll Óskar Hjálmtýsson er mikill listamaður og það á fleiri sviðum en margur annar. Viðtalið við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er listaverk út af fyrir sig, sem hann gefur okkur í samvinnu við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. 

Einkum er síðasti hluti viðtalsins frábær, heimspeki sem er sígild á öllum tímum og ekki hvað síst í kjölfar hruns þeirrar tálsýnar sem bar upp bóluna stóru og speglaðist best í vinsælustu myndafrásögnunum í "Séð og heyrt" og brúðkaupsþáttum Skjás eins, - sjáið þið flottu kjólana þeirra!, - gaf henni BMW í afmælisgjöf! sjáið þið lúxushallirnar í sveitinni!, - sjáið þið allar stóru brúðkaupsgjafirnar! 

Páll Óskar er ekki óskeikull frekar en við hin en ég tek ofan fyrir honum og óska honum til hamingju með fertugsafmælið.  

  


mbl.is Páll Óskar varð fangi klámsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir með þér, (þó ég geti ekki lesið viðtalið) 

Töfrandi og mannbætandi persónuleiki, og svo getur hann sungið eins og engill.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.3.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband