Íslendingar gerðu betur.

Fréttin af líkinu í New York er kominn á stjá um allan heim enda er heimurinn mun minni hvað fjölmiðlun snertir en hann var skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina þegar tekist var á um lík Jónasar Hallgrímssonar á þann hátt að sagan frá New York bliknar í samanburðinu.

Nokkrir menn undir forystu Sigurjóns á Álafossi, ef ég man rétt,  gengust fyrir því árið 1946 að líkið yrði flutt norður í Öxnadal þar sem átti að jarðsetja það, en þegar þetta vitnaðist greip Þingvallanefnd, sem var þessu ósammála, í taumana, kom í veg fyrir þessa greftrun og lét flytja líkið suður og austur á Þingvelli þar sem það var jarðsett í svonefndum Þjóðargrafreit rétt við kirkjuna.

Þessi atburðarás og átöku voru vafalaust dæmalaus, ekki bara á Íslandi, heldur þótt víðar væri leitað.

Nú hvíla aðeins tveir Íslendingar, Jónas og Einar Benediktsson skáld í þessum einmanalega Þjóðargrafreit og ekki er einu sinni víst að þarna sé um beinin af Jónasi að ræða, því að líkur hafa verið leiddar að því að beinin séu af dönskum bakara!  

Þjóðargrafreiturinn átti í upphafi að verða að einhvers konar Westminster Abbey Íslands en varð, hefur verið og er vandræðamál, sem látið er kyrrt liggja. 

Já, ekki er öll vitleysan eins!  


mbl.is Lagði hald á líkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætti að vera yfir það hafinn,
Einar Ben, skuldum vafinn,
lítill á því leikur vafinn,
þar liggur hundurinn grafinn.

Þorsteinn Briem, 15.3.2010 kl. 08:39

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Björn Bjarnason jarðaði umræðuna snilldarlega þegar hann sagði: "Ríkir þegjandi samkomulag um, að grafreiturinn fái að hvíla í friði.“

Enda var þegjandi samkomulag í Þingvallanefnd að gera Þjóðgarðinn að einkadvalarstað fyrir flokksdindla og nýríka útrásardólga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.3.2010 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband