Óframkvæmanleg sanngirni?

Bílalánin sem meiri hluti þjóðarinnar kepptist við að taka á gróðærisárunum eru svo margvísleg að útilokað er að setja reglur sem tryggja fullt jafnræði og sanngirni hvað það varðar að afskrifa þau eða réttara sagt að leiðrétta virði þeirra.

Dýrustu bílarnir hafa falli mest í markaðsverði eftir hrunið og ef miðað er við markaðsverðið verða afskriftirnar lang stærstar á þessum dýru bílum, sem oft voru keyptir umfram það sem skynsamlegt mátti telja. 

En það er samt engin algild regla um það. Tökum dæmi af fjórum mönnum sem keyptu bíla á 10 milljón krónur hvern: 

Jón kaupir sér 10 milljón króna BMW í stað þess að kaupa 4 milljón króna bíl sem hefði alveg dugað honum og gert sama gagn. 

Bjarni kaupir sér Hummer á lágprófíldekkjum, sem varla er hægt að aka út á malarveg nema sprengja dekkin, og ekur honum mest í innanbæjarkeyrslu sem stöðutákni. 

Hann hefði getað keypt Kia Sorentu eða Suzuki Grand Vitara fyrir 40% af verðinu, -   bætt 100 þúsund kalli við kaupverðið á Súkkunni til að hækka hann upp og fengið bíl sem gerði meira gagn en Hummer á lágum dekkjum.   

Daníel kaupir sér Toyota Hilux sem hann breytir í jöklajeppa vegna þess að hann hefur af því tekjur að fara með innlenda og erlenda ferðamenn á honum í hálendisferðir.

Friðrik kaupir sér tíu milljón króna sendibíl sem hann notar í atvinnuskyni.

Allir þessir menn fá sömu upphæð afskrifaða þótt tveir þeirra eigi það varla skilið.

Og þegar dæmin skipta tugum þúsunda og ekkert er líkt öðru, hver á að dæma og meta þessi mál og hver hefur tíma og mannskap til þess?

Það virðist svo sem við stöndum frammi fyrir óframkvæmanlegri sanngirni við úrlausn þessara mála sem þó er brýn nauðsyn á að verði lagfærð eftir því sem kostur er.  


mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að viðmiðunin sé til staðar,það er gengið sem keypt var á.

Jón Á Eyjólfsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 21:43

2 identicon

Ef svokölluð leiðrétting(afskriftir)á gengistryggðum lánum vegna bílakaupa sem dæmi yrði að veruleika yrði þá gengið á krónunni leiðrétt í leiðinni eða á ég sem dæmi sem ek á skuldlausum Subaru Legasy st. árgerð 1996 að borga brúsan?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 22:05

3 identicon

Ef við færðum þessa töfra aðferð yfir á launin okkar, það er að launin hefðu tvöfaldast og það kæmi krafa um að leiðrétta ósköpin.Væri það ekki hægt af því að sumir hafa há laun en aðrir lá laun?

Jón Á Eyjólfsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 23:18

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Ómar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.3.2010 kl. 00:05

5 identicon

Og hvað fáum við hin sem keyrum enn á gömlu druslunum og tókum ekki óþarfa bílalán.

Er sanngirni til í þessu brölti á ráðherranum??? Eitt er víst að penninn fór ekki sjálfur á stað hjá lántakendum í bankanum og fjármögnunarfyrirtækjunum

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 00:38

6 identicon

Þetta er argasta óréttlæti og má ekki ná fram að ganga.

Þó við horfum framhjá því hvort viðkomandi hafi haft þörf fyrir svona dýra bíla, einsog þú nefnir (enda álitamál), þá er dæmið enn mjög ósanngjarnt, ef við setjum það svona upp:

Tveir menn keyptu bíl á 5 milljónir árið 2007. Annar átti 2,5 milljónir, en hinn ekki neitt (eða notaði sínar 2,5 milljónir í annað). Annar tók því 2,5 milljóna bílalán, hinn 5 milljóna 100% lán (þar sem hann átti engan pening, þá hefði hann auðvitað átt kaupa ódýrari bíl, segjum á innan við milljón...)

Í dag hafa lánin tvöfaldast; sá fyrri með lánið sitt í 5 milljónum, en hinn í 10 milljónum. Hvorttveggja jafn ósanngjarnt og skítt, auðvitað.
Verði þessar hugmyndir að veruleika, þá lækkar lán þess sem lagði sparnaðinn sinn í bílinn ekki neitt, hann situr áfram uppi með 5 milljóna lán. Hinn, sá glannalegi í fjármálum, er hinsvegar svo lánsamur að lánið hans lækkar úr 10 mkr. í 5,5 milljónir. Hversu sanngjarnt er það?

Og: Hvaða skilaboð felast í þessu? - jú, takið alltaf 100% lán, það mun einhver skera þig úr snörunni...  Ísland lærir þá ekkert af mistökum hagbólutímans.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 07:47

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já Ómar ! það er nefnilega málið, það er alltaf reynt að finna "léttu" lausnina vegna þess að "hin" krefst svo mikillar vinnu, þessvegna er  (haldið fram allavega) gert eins fyrir alla, á pappírnum, þó svo allir heilvita menn sjái óréttlætið sem skapast, í viðbót við dæmin þín má svo auðvitað meta ástand hjá hverjum og einum hvað varðar greiðslugetu, önnur lán, fjölskyldustöðu og m.m.fl.

Er búinn að rifja upp á nokkrum öðrum bloggum, mínum og annarra, hvað þáverandi félagsmálaráðherra Svavar Gestsson sagði í sjónvarpsþætti um 1983, þegar spurt var hvort ekki mætti beina aðgerðum og aðstoð til þeirra sem verst höfðu orðið úti í hildarleiknum sem skapaðist þegar verðtryggingin var sett á 1979/1980 og verðbólga æddi stjórnlaust í 4 til 5 ár á eftir,samhliða almennum aðgerðum, þá sagði hann "það kemur ekki til greina að menn þurfi að sanna fátækt sína, til að fá hjálp" lítið höfum við lært því miður.

Vil nota tækifærið Ómar og þakka þér fyrir frábært blogg, það eru ekki margir sem hafa þennann eiginleika að sjá ástandið og þjóðfélagið svona "utan/ofanífrá" og þar ofaná kemur svo frábær þekking þín á stjórn og þjóðmálum.

Kristján Hilmarsson, 16.3.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband