Rétt forgangsröðun, því miður.

Það er áreiðanlega hart fyrir Obama að hætta við Asíuferð sína, ekki hvað síst til Indónesíu, þar sem í gamla barnaskólanum hans hefur verið mikið um að vera við að undirbúa heimsókn gamals nemanda þangað.

En það er bara ekkert smámál að koma einhverjum böndum á hið slæma heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna sem engum Bandaríkjaforseta á undan honum hefur tekist að breyta hið minnsta.

Þetta er aðalmál forsetans innanlands og ef honum mistekst núna mun honum ekki takast það síðar þegar Demókratar hafa misst fylgi í kosningum, eins og nokkuð fyrirsjáanlegt er.

Þar með yrði hann kominn í svipaðan flokk og Carter, sem var velviljaður hugsjónamaður sem vildi gera vel en kom litlu í verk, enda var hart að honum sótt á erfiðum tímum og er visst samsæri republikana og Írana í gíslamálinu gott dæmi um það.  

Miðað við stöðuna núna og minnkandi fylgi Obama er forgangsröðun hans á verkefnum vafalaust rétt, hvernig sem fer.  


mbl.is Obama hættir við ferð til Asíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband