Það var lagið, Hera!

Ég hef verið í hópi þeirra sem hef haft áhyggjur af því hin frábæra söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefði ekki erindi sem erfiði í komandi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Synd væri ef svo færi, því þetta er afbragðs söngkona. 

En í kvöld sýndi hún í þættinum hjá Loga Bergmanni hvað hægt er að gera úr efniviði, sem vekur efasemdir í upphaflegum búningi. 

Með því að færa lagið yfir í það sem hún nefndi "arineldsútgáfu" hefur hún kveikt hjá mér nýja von. 

Þetta var næstum því eins og að heyra alveg nýtt lag. 

Í þessari útfærslu njóta lagið og ótvíræðir sönghæfileikar Heru sín miklu betur en fyrr og ég vona bara að hún fari ekki að breyta útfærslunni mikið úr þessu heldur haldi sig við það sem stundum hefur kallað "less is more" eða "KISS, - keep it simple, stupid!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evróvisjón afar slæm,
í Osló rokkar feitt þar mæm,
tökum það með trukki og stæl,
í tómum kofum ekkert væl!

Þorsteinn Briem, 20.3.2010 kl. 08:50

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hún fær lægstu einkunn af skandinövunum.. með orðunum " hun har ikke en sjangse"  med en låt fra tidlig 90 talls karakter..   með öðrum orðum, lagið hennar er fyrir löngu úrelt og passar engan veginn inn í þá flóru sem viðgegnst í eurovison.

Þess má geta að ekkert lag frá skandinavíu fær náð hjá dómnenfndinni :)

Óskar Þorkelsson, 20.3.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband