27.3.2010 | 23:44
Almennar reglur á heimsvísu.
Um flug við gosstöðvarnar gilda svipaðar reglur og gilda í flestum löndum um flug utan flugstjórnarsviðs.
Flugstjórnarsvið er ofan við 3000 feta hæð yfir sjó (915 m) eða í meiri hæð en 1000 fet (305 m) frá jörðu þar sem jörðin er meira en 2000 feta há yfir sjó (610m)
Í fyrsta flugi mínu yfir svæðið stakk ég upp á því að við, sem þar værum á flugi, hefðum samband okkar á milli á bylgjunni 123,45. Þegar ég kom til Reykjavíkur stakk ég upp á því við flugstjórn að valin yrði sérstök bylgja fyrir þetta flug og varð bylgjan 118,1 fyrir valinu.
Flugmenn sem fljúga yfir og við gosstaðinn hafa stillt inn á þessa bylgu og láta aðra vita af sér og hafa samskipti eftir þörfum.
Allir flugmenn, sem annt er um öryggi sitt, nýta sér þetta í samvinnu við aðra, sem fljúga á svæðinu.
Mikil flugumferð við gosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég verð að segja það í einlægni að það vantar sárlega þig til að lýsa framgangi gossins og hef ég heyrt marga tala um það, það er ekkert gos nema að Ómar sé á staðnum!!
Auðunn Árnason, 28.3.2010 kl. 00:38
Sammála Auðunn!
Það hefur eitthvað vantað í umfjöllunina hjá RUV. Myndirnar hafa verið flottar, en einhverja yfirsýn, þungavigt og stærra samhengi hefur vantað.
Hvað ertu eiginlega að gera, Ómar? Bíða eftir Kötlu?!
einsi (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 01:06
Ómar Ragnarsson er ómissandi hluti af náttúrhamforum á Íslandi. Enginn fréttamadur, ad ollum odrum ólostudum, hefur fjallad betur um náttúru og jafnframt náttúruhamfarir hér á landi en hann og hana nú!
Halldór Egill Guðnason, 28.3.2010 kl. 12:46
"Hvað ertu eiginlega að gera, Ómar? Bíða eftir Kötlu?!" er spurt. Svarið er: Ó, nei, aldeilis ekki.
Ég ók fréttamanni og myndatökumanni austur fyrstu nóttina og við komum til Reykjavíkur seint daginn eftir án svefns.
Á sunnudeginum var slæmt veður og ekkert fyrir mig að gera.
Ég flaug með Guðmund Bergkvist, kvikmyndatökumann Sjónvarpins, austur á mánudag og þá náðum við bestu loftmyndunum af gosinu, sem voru sýndar um kvöldið.
Á aðfararnótt miðvikudags ók ég austur fyrir Saga film með Friðþjóf Helgason, kvikmyndatökumann, sem fór síðan á vélsleða til kvikmyndatöku, en ég ók til Reykjavíkur og flaug síðan til myndatöku yfir gosstöðvarnar.
Á fimmtudag flaug ég snemma morguns austur til kvikmyndatöku og náði þá kvikmyndum og ljósmyndum af hraunfossinum þegar hann var stærstur og var þetta myndefni notað í sjónvarpinu og á mbl.is.
Um kvöldið flaug ég aftur austur og náði góðum kvikmyndum úr lofti að gosstöðvunum í ljósaskiptum og í myrkri.
Á föstudag flaug ég með tvo kvikmyndatökumenn fyrir sjónvarpið til að ná yfirlitsmyndum og myndum af nýja hraunfossinum sem féll niður í Hvannárgil.
Lenti á brautinni í Þórsmörk og tók upp Björn Malmquist fréttamann og þegar til Reykjavíkur var komið voru í sjónvarpsfréttatímanum sýndar fyrstu myndirnar sem náðust af nýja hraunfossinum.
Á þessum dögum sleppti ég úr tveimur svefnnóttum og fékk aldrei fullan svefn. Telji menn ofangreind yfirlit bera vitni um leti og aðgerðarleysi verður svo að vera. Ég reyndi það sem ég gat allan tímann og þyki eftirtekjan rýr, biðst ég afsökunar á því.
Ómar Ragnarsson, 28.3.2010 kl. 21:17
Ómar þú mátt ekki miskilja þetta og halda að fólk haldi að þú liggir bara upp í bæli og geri ekki neitt, nei langt frá því, mér og fleirum langar bara að hafa þig í framlínu þeirra sem segja frá gangi mála á gosslóðum. Þú ert bara sá sem hefur í áratugi lýst þessum náttúruhamförum fyrir okkur og við viljum gjarnan að þú haldir áfram!
Svona til hliðar við þetta þá er verið að pæla í nafni á nýja fjallið/hnjúkin sem er að myndast og mín tillaga er að það verði látið heita Ómar, við höfum Kötlu og Heklu í næsta nágrenni og til að gæta að jafnrétti kynjanna þarf nýja fjallið að bera karlmansnafn og þá er Ómar tvímælalaust besta nafnið.
Auðunn Árnason, 28.3.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.