Fagnaðarefni.

Það er fagnaðarefni að málefni brunavarna á Reykjavíkurflugvelli skuli vera í jákvæðum farvegi. Þótt slökkvistöðin við Skógarhlíð sé skammt frá vellinum eru sum flugslys þess eðlis, að setja verður þau í sérflokk, - sekúndur geta skipt sköpum. Þá kemur ekkert í staðinn fyrir það að slökkvilið sé eins nálægt miðju vallar og unnt er.
mbl.is Sátt um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er því vel fylgjandi að hafa sem öflugast slökkvilið á flugvellinum en tel að Jón Viðar sé ekki alveg samkvæmur sjálfum sér í þessu máli. Hann segist vilja hafa að lágmarki 4 slökkviliðmenn á vakt á vellinum. Hann var sjálfur með 5 manns á vakt á vellinum... en takið eftir; tveir þeirra mönnuðu sjúkrabíl, sem þar var staðsettur, og sá bíll var í mikilli notkun svo til allan daginn, þannig að eftir sátu aðeins þrír slökkviliðsmenn. Það var flott á blaði að vera með 5 menn en mjög fáir vita hið sanna.

Ég tel að þetta mál snúist fyrst og fremst um þessar 120 milljónir sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að verða af.

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband