3.4.2010 | 15:32
Kemur líka fyrir á sumrin.
Með vaxandi ferðamannastraumi á íslenskum gönguleiðum fjölgar að sjálfsögðu óhöppum.
Þetta gerist líka á fjölförnum gönguleiðum á sumrin.
Það gerist líka þegar hálka kemur í Reykjavík og þá eru það meira að segja tugir fólks sem brotnar á einum morgni.
Munurinn er að vísu sá að það þarf ekki þyrlur til að sækja þetta fólk en hvert beinbrot er firna dýrt fyrir þjóðfélagið engu að síður og útilokað er að setja útgöngubann á fólk á hálkumorgnum.
Fólk brotnar líka og snýr sig í göngum á Esjuna og engum dettur í hug að banna gönguferðir upp á það fjall þess vegna.
Nýlega þurfti þyrlu til að flytja konu sem féll ofan í sprungu nálægt Helgafelli fyrir sunnan Hafnarfjörð.
Eina leiðin sem sumir sjá eru boð og bönn út og suður. Þeir, sem heimta slíkt, eru oft heimakært fólk sem skilur ekki að það sé fólgin í því lífsnautn og unaður að ferðast úti í náttúrunni, efla þrek sitt og þor og víkka vitund sína og sýn.
Slasað fólk sótt í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ómar, þetta fólk skilur ekki heldur að ef eingin fer út þá veit eingin neitt. Þetta fólk er samt oft mjög gagnrýnið á fjölmiðla sem skila sér ekki á réttum tíma og ef þeir eru efnisrýrir, þá fari þeir nú bara í neðra.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2010 kl. 16:27
Ég er sko sammála þér þarna Ómar. það virðist sem sumir séu með reiðipistlana klára fyrir rúpnaveiðitímabilið, túristatímabilið, og svo ef fólki verður á að slasa sig eða týnast einhversstaðar. Ég held að þetta sama fólk sem hæst heyrist í fari yfirleitt ekki út úr húsi og vill helst að aðrir geri það ekki heldur .
Glanni (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 17:42
og svo ef fólki verður á að slasa sig eða týnast einhversstaðar þá setur það pistlana í loftið. (átti að standa þarna)
Glanni (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 17:44
Oft hefur mér blöskrað halelújakórinn hér en nú verð ég að vera sammála þér. Get varla verið meira sammála. Orð í tíma töluð.
HP Foss, 3.4.2010 kl. 19:35
Sæll Ómar,
Ég vona að þeir sem eru að fara þarna austur sendi björgunarsveitunum fimmþúsundkall til að styrkja þær. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn en stundum þarf að hafa vit fyrir fólki sem hefur ekki hugmynd hvert það er að fara og ekki grænan grun um hvernig það á að klæða sig eða hvað það á að gera ef eitthvað kemur upp á. Mér hefur sýnst á fréttum að það séu tugir lögreglu og björgunarsveitarmanna á gosstöðvunum sem barnapíur og hef einhvernvegin lúmskan grun um að þetta fólk vildi helst vera að gera eitthvað uppbyggilegra;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 23:25
Rétt hjá þér, Ómar.
Gleðilega páska!
Þorsteinn Briem, 4.4.2010 kl. 10:07
Boð og bönn gera kannski ekki mikið, nema ástandið sé orðið mjög alvarlegt. Hins vegar eiga það margir til, og er ég líklega engin sérstök undantekning, að vanmeta náttúruna.
Núna þegar verið er að tala um Fimmvörðuháls, sem létta túristagöngu, allavega það er það sem maður heyrir í umræðunni, þá er ekki von á góðu. Sér í lagi á þessum árstíma.
Ég held að menn einfaldlega OFMETI getu hins venjulega borgara að átta sig á aðstæðum þarna.
Jóhannes (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 13:48
Auðvitað getur maður líka dottið og slasað sig heima hjá sér í sturtunni. Aldrei er hægt að koma alveg í veg fyrir slys. Hitt er annað mál að menn sem ana út í einhverja vitleysu, vanbúnir og reynslulausir og þykjast vera hetjur ættu að leggja smá skerf í púkk handa björgunarsveitunum sem vinna alveg ómetanleg störf í þágu almenningsins.
Úrsúla Jünemann, 4.4.2010 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.