9.4.2010 | 23:11
Það er vandlifað á Íslandi.
Einhver mesta framfaraspor í íslenskum samgöngum var stigið árið 2003 þegar rofin var áratuga einokun Flugleiða á flugsamgöngum milli Íslands og annarra landa og til varð samkeppni tveggja flugfélaga á því sviði.
Þetta var þá og er enn að mínum dómi ein merkasta frétt þess árs. Flugferðum til og frá landinu fjölgaði og möguleikarnir sömuleiðis, sem þetta gaf.
Nú vill svo til að bæði Iceland Express og Icelandair koma við sögu á einn eða annan hátt í hrunadansinum sem stiginn var á fjármálabóluárunum.
Íslenska þjóðfélagið er svo lítið að engin leið er fyrir hinn almenna borgara ananð en að eiga viðskipti við fyrirtæki sem tengjast hruninu og gerendunum í því.
Í sumum tilfellum eru þetta kannski aðeins tvö fyrirtæki í ákveðnum greinum, til dæmis í siglingum og flugi til og frá landinu.
Flugfélögin og skipafélögin, sem sjá um samgöngur milli Íslands og annarra landa og fjármálahrunið og fárið sem geysaði í kringum þau eru þess eðlis að margir eiga erfitt um þessar mundir að sætta sig við tilvist þeirra og stöðu í samfélagi okkar og / eða við þá sem ráða þar enn miklu.
En meðan þessi staða er svona í okkar litla þjóðfélagi er erfitt við að eiga. Hvar á að draga mörkin á milli þeirra fyrirtækja sem við viljum skipta við og þeirra sem við viljum sniðganga?
Spurningaþátturinn Útsvar á að vera skemmtiþáttur án leiðinda. Gjörð Vilhjálms Bjarnasonar er hins vegar skiljanleg í ljósi þess að nú eru engir venjulegir tímar.
Ég held að í fyrir honum hafi ekki vakað sú ósk að Iceland Express eigi ekki tilverurétt og að í staðinn skuli koma gamla einokunarástandið í flugsamgöngum við útlönd heldur það að hann á erfitt með að sætta sig við núverandi eignarhald og áhrif Pálma Haraldssonar þar á bæ.
Í því ljósi held ég að verði að líta á það að hann afþakkaði gjafabréf frá fyrirtækinu.
Afþakkaði gjafabréf í Útsvari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar : það er ekkert annað sem hékk á spýtunni, en vekur fólk vonandi til um hugsunar, hver er að borga hvað, hver græðir þegar upp er staðið.
Magnús Jónsson, 9.4.2010 kl. 23:44
Ómar þegar að við fáum tækifæri til að senda þessum þjófum, og þeim sem halda yfir þeim hlífiskildi, skýr skilaboð, þá ber okkur beinlínis skylda til þess.
Ég tek ofan fyrir Vilhjálmi Bjarnasyni fyrir þetta, og vildi óska þess að allir í sigurliðinu hefðu borið gæfu til, og, eða haft kjarkinn sem þurfti til þess að ganga gegn siðvenjunni.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 23:59
Ég er sammála þér Ómar.Nú á tímum er erfitt að lifa hér á landi.En "hvert er hvurs".Bæði flugfélögin hafa verið í höndum útrásarvíkinga,mörg önnur fyrirtæki og verslannir hafa tekið þátt,eiga hlut að þeim hrunadansi svo þjóðin hefur orðið fyrir.Ennþá liggur það ekki fyrir hver á hvaða fyrirtæki.Það liggur ekki ljóst fyrr en tekist hefur að gera upp heildardæmið.Það er hætt við því,að umræddur Pálmi eigi ekkert í Iceland Express,þegar upp er staðið.
Eitt er þó víst,miðað við alla þá refskák,sem hefur verið spiluð,liggur það ljóst að margur maðurinn hefur spilað með.Hvort skýrslan á mánudaginn segir eitthvað um þá hluti,kemur í ljós.Hitt er annað mál að löggjafinn átti að leysa alla þá fyrirmenn í þeim félögum,verslunum sem komu við sögu í hruninu,frá störfum,og ráða fulltrúa frá ríkinu,til halda rekstrinum gangandi.
Ég tel Vilhjálmur gerði rétt í kvöld.Hann er hér að mótmæla seinagangi yfirvalda,fjármálaeftirlitinu og sérstökum saksóknara.
Ingvi Rúnar Einarsson, 10.4.2010 kl. 00:42
Vissulega er vandlifað í þessu post hruns þjóðfélagi. Hvaða fyrirtæki er óhætt að skipta við og hvaða fyrirtæki eru í eigu einstaklinga sem græddu á að setja þjóð sína á hausinn?
Mörkin eru óljós en þau eru þarna.
Tilgangurinn er auðvitað ekki að koma á enn frekari einokun. En ef nógu margirforðast fyrirtæki útrásarvíkinganna að þá er það orðið áhættusamt fyrir bankana að afskrifa hluta af skuldum þeirra en leyfa þeim að stjórna fyrirtækjunum áfram.
Lánveitendur fyrirtækja sem þeir hyggjast taka yfir munu hugsa sig vandlega um áður en þeir leyfa það, enda mundi rekstrarstaða fyrirtækisins versna, og fjárfestar munu forðast að vinna með þeim.
En á meðan Íslendingum er alveg sama um eignarhald á þeim fyrirtækjum sem þeir skipta við, að þá munu viðkomandi halda áfram að sölsa undir sig íslensk fyrirtæki.
Ingólfur, 10.4.2010 kl. 02:12
Síðast þegar ég ég flaug, skipti ég við SAS. Þeir voru sneggri, ódýrari og lausir við allt bruðl.
Nafnið á flugfélaginu skiptir mig og mína kynslóð engu. Verðið öllu.
Ef það þýðir, að fórna þurfi ímynduðu sjálfstæði hokurþjóðar og hennar ríkisstyrktu flugselsköpum, þá það!
Innan ESB eru flugsamgöngur tryggðar. Spyrjið bara Færeyinga.
Íslensk flugsaga, sem góð skil gerð voru í sögu Alfreðs Elíassonar, eru víti til varnaðar. Ekkert til að hreykja sér af.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 02:33
Nú er það svo að Iceland Express er ekki flugfélag heldur ferðaskrifstofa eða farmiðasala.
Á Wikipedia stendur meðal annars:
Iceland Express er íslensk ferðaskrifstofa í eigu Fengs eignarhaldsfélags og skipuleggur ferðir frá Keflavíkurflugvelli.
Fyrirtækið fékk ferðaskrifstofuleyfi á Íslandi frá samgönguráðherra þann 17. desember 2002 og hóf í kjölfar þess starfsemi árið 2003.... Félagið á hvorki né rekur flugvélaflotann sem það notar auk þess sem það hefur ekki flugmenn í vinnu...
Sjá http://is.wikipedia.org/wiki/Iceland_Express
Ágúst H Bjarnason, 10.4.2010 kl. 06:14
Það hlýtur að teljast dómgreinarleysi af hálfu RÚV að bjóða upp á gjafabréf frá þessu fyrirtæki sem hefur sannarlega verið skotið undan ofvaxinni skuldasúpu sem almenningur þarf að greiða með erfiðismunum.
Illur fengur, illa forgengur. Iceland Express.
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 09:14
Ég þekki það frá þeim tímum þegar ég var umsjónarmaður spurningaþátta á RUV að ákvörðun um gjafir var tekin mörgum vikum áður en þær voru afhentar.
Það var alger tilviljun, sem erfitt var að sjá fyrir, að Vilhjálmur yrði í sigurlðinu í lokaþætti, sem yrði sendur út einmitt þegar mál Pálma Haraldssonar voru í mestu hámæli.
Ómar Ragnarsson, 10.4.2010 kl. 10:29
Ómar það er ekkert vandlifað hér,ef allir hundsuðu þessa glæpamenn og versluðu ekki við þessi þjófafyrirtæki gætum við losnað við þessa bankaræningja úr íslendsku athafnalífi.Og það er stór spurning af hverju ríkisstjórnarsjónvarpið er að auglýsa svona glæpamenn eins og drullusokkurinn Pálmi Haraldsson er
magnús steinar (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 11:24
Menn eru bara ósáttir við að þessir menn sem voru skrifaðir fyrir stórum hlutum í bönkunum án þess að eiga nokkuð í þeim að því er virðist, geti átt hér fyrirtæki eftir að hafa "rænt bankana innafrá" eins og það er kallað.
Hvers vegna er ekki búið að taka þetta fyrirtæki af honum upp í skuldir?
Bandaríski "auðjöfurinn" sem tók við fé frá frá fólki til ávöxunar en eyddi því bara er búinn að sitja í stieninum núna í eitt ár af þeim 150 sem hann var dæmdur í. Það var um svipað leiti og hrunið hér varað sem hann var ahjúpaður.
Landfari, 10.4.2010 kl. 17:42
Ég valdi Icelandair til íslandsferðar í júlí þrátt fyrir lægra verð IE.Éstæðan er ekki aðdáun á flugleiðir heldur viðskiptaferill eiganda IE sem er ekki mér að skapi.Vona að fleirri en eitt flugfélag geti verið í samkeppnis flutningum við ísland til framtíðar helst án aðstoðar PH
Huckabee, 10.4.2010 kl. 20:58
Ég valdi Icelandair til íslandsferðar í júlí þrátt fyrir lægra verð IE.Ástæðan ekki aðdáun á flugleiðir heldur viðskiptaferill eiganda IE sem er ekki mér að skapi.Vona að fleiri en eitt flugfélag geti verið í samkeppni flutningum á íslandi til framtíðar helst án aðstoðar PH
Afsaka innsláttarvillur
Huckabee, 10.4.2010 kl. 21:07
Já Ómar, er ekki bara best að sitja einhversstaðar eins og Gísli blessaður á Uppsölum, sem þú átt nú heiðurinn af að koma á landakortið fyrir sitt snjalla ráð við svikarugli? Ég skil þann gamla Gísla alltaf betur og betur !
Gísli var öruggur um að styðja ekki flokka-klíku-syndara?
Ég verð að viðurkenna að ég kann ekki utanbókar, hvað hver gerði í svika-verkum hrunsins ! Úff. Ég hefði þurft að vera með í klíkustarfinu til að geta tekið réttláta og heiðarlega afstöðu núna?
Jæja Ómar minn, ég kemst að því rétta að lokum! (eftir skýrslu kannski?) M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2010 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.