"Örkin" til sölu.

Í Fréttablaðinu í dag er báturinn "Örkin" auglýstur til sölu, með eða án tilheyrandi bátakerru og utanborðsmótors.p1010207.jpg

Hvort tveggja sést hér á efstu myndunum, en þar fyrir neðan eru myndir frá því að báturinn var dreginn austur á lánskerru í apríl 2006, þá splunkunýr. 

Ég set þetta hér á bloggsíðuna mína líka til þess að þeir, geta þeir, sem sjá auglýsinguna og kunna að hafa áhuga á þessu, geti fræðst nánar um þetta með því að skoða þessa færslu.  p1010976_979800.jpg

Ég verð að selja bátinn vegna skulda, sem ég komst í vegna þessarar kvikmyndagerðar, sem var afar dýr, erfið og tímafrek.

Vegna hennar fór ég 80 ferðir frá Reykjavík upp á hálendið eystra og eyddi í það yfir 200 vinnudögum, sem samsvarar tæpu vinnuári.

Er þá ótalin öll vinna við þetta hér syðra, sem er enn meiri.  

Ég hef að vísu í höndum skriflegan samning um fyrirhugaðan 7 milljón króna styrk til þessa, sem gerður var 2007 við, að því er þá virtist, stöndugt stórfyrirtæki.

prufa_001.jpgÍ trausti þess hélt ég áfram siglingum og kvikmyndatökum 2007, 2008 og 2009 meðan áfram var haldið við gerð lóna og mannvirkja fyrir austan.

Engin leið var að hætta tökunum á drekkingu landsins. Í þessum siglingum var tekið myndefni sem aldrei verður hægt að taka aftur og varð að taka þá, þótt það kostaði skuldsetningu.

2008 og í fyrrasumar, þegar útséð var um að hægt yrði að uppfylla samninginn sem víkja myndi fyrir forgangskröfum vegna áhrifa hrunsins á fyrirtækið, hafði ég ekki efni á að sigla Örkinni.

Ég tók það til bragðs að róa á eins manns sundlaugartuðru um Folavatn til myndatöku þar. p1010377_979806.jpg

Var heppinn að drukkna ekki í einn slíkri ferð þegar tuðran fór að leka. Á myndinnni er tuðran úti í einum af hólmum Folavatns hjá risastóru álftahreiðri, sem þar var, en öllu þessu hefur nú verið sökkt í miðlunarlónið Kelduárlón. 

Talsverðar myndatökur eru eftir af siglingu Arkarinnar á lónunum fullgerðum, en þær verða að bíða, eins og fullnaðargerð myndarinnar sem og önnur sjö kvikmyndaverkefni mín. 

Einnig er það inni í áætluninni um þessa kvikmynd að báturinn, sem myndin snýst um, verði til sýnis á sýningarstað þegar þar að kemur. p1010407_979807.jpg

Sala bátsins verður háð því skilyrði að fáist fjámagn til að klára þetta verkefni, verði hægt að kaupa bátinn til baka með því að afhenda eigandanum splunkunýjan sams konar bát. 

Væntanlegur eigandi Arkarinnar myndi þá græða 300 þúsund krónur miðað við að nú kostar nýr svona bátur frá Sólplasti í Sandgerði 1100 þúsund krónur. img_0015.jpg

600 þúsund króna söluverð bátsins miðast við það ástand sem hann er nú í, en á honum eru þrjár rifur eftir steina, sem leyndust í jarðvegi, sem draga varð hann yfir til þess að koma honum á flot í Hálslóni.

Hjá Sólplasti er áætlað að kosta muni um 150 þúsund krónur að gera við þær. 

Ég er tilbúinn til að selja bátinn fyrir 800 þúsund krónur og afhenda hann hér á Reykjavíkursvæðinu viðgerðan sem nýjan. 

Rifurnar komu á byrðinginn haustið 2006 en sumarið 2007 var honum siglt þótt vatn kæmist inn í eitt af vatnsþéttu hólfum hans og hann meira að segja notaður til að draga Ferozu-jeppann "Rósu" í kafi eftir endilöngu lóninu þegar honum var bjargað af botni þess. 

Bátakerran var keypt sérstaklega á sínum tíma og ný kerra af þessari gerð kostar nú 7-800 þúsund krónur. 

Utanborðsmótorinn er 9 hestafla fjórgengismótor af gerðinni Johnson og kostar ríflega 450 þúsund krónur nýr í dag. Hann er enn í umbúðunum, ónotaður. 

Ég neyddist til að kaupa þennan mótor vegna þess að mótornum, sem upphaflega var keyptur á Örkina, var stolið frá mér. Sá var 30 hestöfl en 9 hestöfl taldi ég nægja til að sigla það sem eftir væri með því að nota með 5 hestafla fjórgengismótor sem ég hafði sem varamótor þegar siglt var. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert hetja, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 10.4.2010 kl. 14:04

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gangi þér vel Ómar. Maður eins og þú er nauðsynlegur fyrir land og lýð.

Guðmundur St Ragnarsson, 10.4.2010 kl. 14:26

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Þú ert flottastur!

Birgir Viðar Halldórsson, 10.4.2010 kl. 14:32

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er enginn áhugi hjá Umhverfisráðuneytinu eða jafnvel Landsvirkjun til að kaupa af þér þessa heimildarmynd?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.4.2010 kl. 14:37

5 identicon

Ertu að selja bát eða bát með mótor og kerru?

Hvernig er dæmið?

Gummi (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 16:42

6 identicon

Þegar grein Ómars er lesin skilur maður betur hvaða afrek kappinn hefur unnið. Þvílíkur eldmóður, áræði og kraftur.

Því miður á Prófessorinn ekki tök á að kaupa Örkina hans Ómars. Það geta hins vegar fjöldi manna. Jafnvel þótt horft sé burt frá notagildi bátsins er hann góð fjárfesting.

Myndirnar Ómars eru kannski ekki fullunnar í dag en það kemur dagur eftir þennan dag. Áður en langt um líður munu við vilja forvitnast um þá forheimsku sem litaði hugarfar þjóðarinnar frá kotkörlum til ráðherra. Efnið hans Ómars verður innblástur og áminning um langan aldur að gera betur en kynslóð hinna glötuðu tækifæra.

Örkin hans Ómars má ekki hverfa í glatkistuna. Hún verður að fá nýtt notagildi. Hún getur orðið minnisvarði um stórkostlegan náunga og hugsjónir hans. Þessi litlu bátur er líka tákn um að hið smáa getur verið stærra en það tröllaukna. Virkjunin stóra verður minnisvarði um efnishyggjuna um afdalamennskuna. Örkin litla um þrautseigju, hetjulund og nýtt Ísland.

Prófessorinn fyllist hryggð að lesa um fjárhagserfiðleika Ómars. Er virkilega enginn af þeim sem hafa þegið stórar fjárhæðir frá þjóðinni tilbúinn að aðstoða manninn? Er engin opinber stofnun tilbúin til að kaupa efnið af Ómar eða koma til aðstoðar á annan hátt?

Borgarstýrunni finnst í góðu lagi að setja 230m í golfvöll, afdankaður bankastjóri fær rúmar 5m til að skrifa sögu Seðlabankans, forstjóri LV er með böggum hildar að fá aðeins 1,2m í mánaðarlaun og svo mætti áfram telja.

Er það virkilega svo að enginn vilji koma Ómari til hjálpar?

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 16:52

7 Smámynd: Landfari

Vildi að ég gæti keypt af þér bátinn en eins og staðan er í dag er ég ekki aflögufær. Tapaði ansi miklu á blessuðum bönkunum.

Hvaða fyritæki var þetta sem klikkaði?

Þetta eru eihverjar tvær millur allur pakkinn. Eins og ég sagði ræð ég ekki við þetta núna þó það hefði verið góður möguleiki fyrir tveim árum. Ég gæti hinsvegar séð af einhverjum 10.000 kalli í púkk ef  bloggarar hérna slá saman og kaupum pakkann með því skilyrði þó að þú sjáir um að geyma dótið og sjáir um að halda því nothæfu til áframhaldandi verkefna.

Hvað segið þið bloggarar, eruð þið til í að slá til?

Landfari, 10.4.2010 kl. 17:31

8 identicon

Ég var ein af þeim sem gengu með Ómari þarna um árið.

Hafi hann þökk fyrir.

Ég er tilbúinn að setja í púkkið 10.000 eins og Landfari.

Konný

Konný Breiðfjörð Leifsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 18:18

9 identicon

Sæll Ómar.

Ég hef ekki neitt fé, en vildi gjarnan kaupa bátinn. Sá væri flottur á Svínavatninu. Mér lítst vel á tillögu "Landfara". Ég skal senda þér 10.000.- ef fleiri eru til í að bæta í púkkið. Það þarf nú ekki nema 60 hræður. 60X10.000 = 600.000.-

------------

Ef þig vantar ennþá bát v. vinnu þinnar, þá hef ég 3ja metra skel (+ Kerru) sem litli mótorinn þinn getur knúið. Ég vil gjarnan lána þér bátinn.

Kv. Valdemar Ásgeirsson bóndi og bakari á Auðkúlu.........

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 20:06

10 identicon

Sæll Ómar.

Ég á varla fyrir þessum bát þótt mig langi í svona frægt farartæki. Og ekki tími ég að gefa neinum neitt. En ég væri til að kaupa DVD eintak af kvikmyndinni um drekkingu landsins fyrir a.m.k. 10 þúsund krónum og greiða það strax.  Margt smátt gerir eitt stórt.

Bestu kveðjur

Einar.

Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 21:46

11 identicon

Er þetta ekki góð hugmynd hjá Einari ?   Ég er til í að kaupa DVD eintak af myndinni á 10.000 kr og greiða það strax.    Þú átt það skilið Ómar að þjóðin taki þátt í kostnaði þínum við alla vinnuna sem þú ert að vinna fyrir okkur.   Kveðja, Ingibjörg.

Ingibjörg Atladóttir (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 22:23

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka hlýleg orð. Mun nota helgina til að svara fyrirspurnum um bátinn og meta stöðuna.

Ómar Ragnarsson, 10.4.2010 kl. 23:03

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Efst á lista yfir þær kvikmyndir sem ég verð að klára er myndin "Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars" vegna þess að viðfangsefnið er magnað og myndefnið er stórbrotið og ég tel mikilvægt að hún komi fyrir almennings sjónir áður en Gjástykki-Leirhnjúkssvæðinu verður umturnað.

Í þessari mynd verður farið um víðan völl á hinum eldvirka hluta Íslands, allt frá Reykjanestá til Öxarfjarðar og einnig farið til Yellowstone og Lapplands. 

Þessi mynd er mest aðkallandi til þess að að ekki verði um að ræða mynd af svæðinu eftirá heldur áður en öllu verður umbylt.  Sem sagt: Frumsýning ekki síðar en næsta vetur.

Ef einhver vill hjálpa til við að koma kvikmyndagerðinni áfram væri best fyrir viðkomandi að verð fyrir DVD disk skilaði sér sem fyrst til kaupandans, þannig að í framlaginu fælist það að fá DVD-diska jafnóðum af þeim myndum, sem gerðar verða á mínum vegum. 

Til þess að hafa þetta skipulegt og pottþétt bendi ég á að viðkomandi sendi mér tölvupóst á netfangið hugmyndaflug@hugmyndaflug.is   með nafni sínu og upphæð. 

Bankareikningsnúmerið er: 0130-26-160940. kt. 160940-4929

Eftir fyrstu frumsýningu verði DVD-eintak sent til hvers þess sem er á nafnalistanum. 

Ómar Ragnarsson, 11.4.2010 kl. 00:07

14 identicon

Sæll Ómar. Góð hugm hjá Einari. Ég vil kaupa disk. 10.000.- kr !

Valdemar á Auðkúlu, s; 868 7951, velar@emax.is

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 05:05

15 identicon

Erlend náttúruverndar santök, eina vonin - og þá verður hægt að ljúka þessu almennilega.

Fyrst þarft þú að komast að því hvaða samtök voru erlendu mótmælendurnir,

varst þú sem heppin að mynda þau mótmæli, eða geta komist yfir myndir sem sýna hvað þau lögðu á sig,,,

ef hægt er að klippa það inn í mynd þína og láta kafla í mynd fjalla um þeirra vinnu til að mótmæla lóninu ,

eru sömu samtök að vekja athygli á verk sín og réttlæta það að styrkja mynd þína.

Myndin myndi einnig hljóta meiri athygli erlendis, og það er þörf á aðstoð erlendis frá til náttúruverndar hér á Íslandi -

til þess að ekki verði úr Áætlun Rio Tinto - á að gera eina alsherjar virkjun úr Íslandi.

fyrir Evrópu.

Rannveig (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 07:33

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar, í mínum huga vannst þú ómetanlegt verk. Þú átt ekki að borga fyrir þetta einn.

Nú er kominn tími til að fólk standi saman um eitthvað. 

Sigurður Þórðarson, 11.4.2010 kl. 10:04

17 identicon

Mér finnst allt frábært sem þú ert að gera Ómar og ef ég ætti nóg af peningum stæði ekki á mér að styðja þig. Hugur minn er þó með þér alla leið. Mér finnst reyndar alveg ótrúlegt að þú skulir ekki hafa fjársterka styrktaraðila á bak við þig... a.m.k. er til nóg af peningum í þjóðfélaginu þrátt fyrir kreppu. En sjálfsagt sér peningaelítan einhverskonar ógn í þér og heldur að sér höndum.

 ps. Heyrðu Valdemar... væri ekki nær að borga það sem þú skuldar mér áður en þú ferð að slá um þig í einhverjum bátakaupum??

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 18:25

18 identicon

Mér finnst allt frábært sem þú ert að gera Ómar og ef ég ætti nóg af peningum stæði ekki á mér að styðja þig. Hugur minn er þó með þér alla leið. Mér finnst reyndar alveg ótrúlegt að þú skulir ekki hafa fjársterka styrktaraðila á bak við þig... a.m.k. er til nóg af peningum í þjóðfélaginu þrátt fyrir kreppu. En sjálfsagt sér peningaelítan einhverskonar ógn í þér og heldur að sér höndum.

 ps. Heyrðu Valdemar... væri ekki nær að borga það sem þú skuldar mér áður en þú ferð að slá um þig í einhverjum bátakaupum??

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 18:29

19 Smámynd: Landfari

Tókstu út athugasemd mína um skattmann?

Ertu búinn að selja bátinn Ómar?

Átt þú bátinn og tilheyrandi persónulega eða er það í einhverju félagi?

Gallinn við að "selja" diskinn á svona háu verði er að rúm 20% fara til Steingríms J. Ef þú átt bátinn persónulega geturðu "selt" hann með þessum skylyrðum og fengið alla upphæðina í þín verkefni.

Landfari, 15.4.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband