12.4.2010 | 18:59
Skrýtið.
Einkennilegt er að ekki skuli vera hægt að rekja hverjir ferðuðust með einkaþotum á milli landa í "gróðærinu".
Í einkafluginu er lagt mikið upp úr því að smáfuglarnir fylli út eyðublðð með margvíslegum upplýsingum og útreikningum varðandi hvert flug.
Siðan kemur nú í ljós að hér eru menn langt í frá jafnir, - sumir eru jafnari en aðrir, þeir sem meira mega sín.
Þetta á ekki aðeins við um einkaþotur, heldur kom til dæmis í ljós hér um árið að ekki var vitað hverjir voru farþegar í sjálfri flugvél Flugmálastjórnar í ákveðnu flugi sem varð fréttnæmt.
Ófullkomnir farþegalistar einkaþotna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.