12.4.2010 | 19:52
Rétt hjá Davíð?
Orð Davíðs Oddssonar um nauðsyn á þjóðstjórn á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008 voru að mínum dómi ekki ámælisverð í ljósi þess ástands sem þá var upp komið í íslenskum þjóðmálum.
Skiptir í mínum huga ekki máli hvort það teldist tæknilega rétt að embættismaður segði slíkt úr því að málum var svona komið.
Í raun voru runnir upp efnahagslegir stríðstímar á Íslandi og fjölmörg dæmi eru um það frá öðrum löndum að þjóðstjórnir séu myndaðar á hættutímum.
Jafnvel hefði mátt ræða um utanþingssjórn þess vegna.
Það voru aðrar ástæður en þessi ummæli sem hefðu átt að vera til þess að Davíð hefði aldrei átt að verða Seðlabankastjóri en það er önnur saga.
Uppnám vegna orða um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margt er hér miklu verra vegna þess að margt af því sem Davíð sagði var rétt, en mátti allls ekki gera af því að hann sagði það og bara þessvegna. Þannig er það enn. Hatrirð og þrjóskan í Samspillingunni hefur verið þessari þjóð dýrkeypt.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 20:05
100% sammála. Reyndar held ég að orð Davíðs sem seðlabankastjóra hafi verið vita bitlaus, einmitt vegna þess hver hann er. Samfylkingarliðið og aðrir vinstrimenn voru og hafa alltaf verið í baklás gagnvart honum og skiptir þá engu máli hvort orð hans séu sannleikur eða ekki. Þess vegna er afar óheppilegt að fyrrverandi pólitíkus sé í þessari stöðu.
Það á að banna með lögum að fyrrv. stjórnmálamenn gegni embætti seðlabankastjóira.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 20:09
Var ekki búinn að sjá innlegg Jóns Steinars, en við virðumst á sömu línu..... aldrei þessu vant
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 20:10
Þú ert seinheppinn maður Ómar. Það eitt að hugmyndin kom frá afglapanum mikla, Davíð Oddssyni, gerði hana svo ótrúverðuga, að hún gat ekki komið til greina. Það skiptir nefnilega máli hvaðan slíkar pólitískar hugmyndir koma og hvaða eigin hagsmunir ráða þar ferðinni. Davíð kom með þessa hugmynd eftir að honum var ljóst að hann hafði valdið þjóðinni, og þú ert hluti af henni Ómar, ómetanlegu tjóni. Við slíkar aðstæður á ekki að tala við menn eins og Davíð.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 20:35
Ég er sammála því að þessi tilteknu ummæli eru ekki ámælisverð sem slík. Samhengið er hins vegar ljóst. Hvorki ráðherrar í Sjálfstæðisflokknum né Samfylkingunni treystu DO eða trúðu yfirlýsingum hans til fulls. Það kemur berlega í ljós í skýrslunni. Þegar persónan veldur því að rangar ákvarðanir eru teknar, landi og þjóð til skaða, þá eiga heiðvirðir stjórnendur að víkja að sjálfsdáðum. Davíð var hins vegar ekki einn þeirra. Það þurfti að fjarlægja hann æpandi úr Svörtuloftum.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 20:40
Hér voru "efnahagslegir stríðstímar" löngu fyrir hið svokallaða Hrun haustið 2008.
Þjóðstjórn eða utanþingsstjórn hefði engan veginn breytt því sem hér þarf að breyta.
Í landinu hafa lengi búið tvær þjóðir og með ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var hafist handa við að reka hina þjóðina frá völdum.
Og stór hluti af þeim aðgerðum verður að færa kvótann frá útgerðarmönnum til þjóðarinnar.
Í hinu svokallaða Hruni haustið 2008 "tapaði" fólk hlutabréfum sem voru í raun einskis virði og verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafði tvöfaldast á nokkrum árum án innistæðu fyrir hækkuninni.
Og fólk tók hér lán í erlendri mynt til að kaupa húsnæði og bíla án þess að hafa einnig tekjur í erlendri mynt.
Fólk ber sjálft ábyrgð á þeim lánum sem það tekur og öll þessi atriði voru fáránleg, eins og ég benti margsinnis á, til dæmis hér á blogginu hans Ómars, löngu fyrir hið svokallaða Hrun haustið 2008.
Engin ríkisstjórn hefði getað lagað þessi atriði haustið 2008. Fólk varð hreinlega að taka afleiðingunum af eigin ákvörðunum, sem voru tóm della frá upphafi til enda.
Þorsteinn Briem, 12.4.2010 kl. 20:58
Hjartanlega sammála þér Ómar. Ég taldi líka á þessum tíma að nauðsynlegt væri að mynda þjóðstjórn þegar í stað.
Jón Magnússon, 12.4.2010 kl. 21:15
Því miður hefur það verið landlægt hér á landi að "réttir" menn verði að segja hlutina.
Aldrei er kafað ofan í merkingu orða eða athafna heldur hver sagði eitthvað eða gerði eitthvað.
Ómar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 22:30
Þetta er allt saman stórt puff. Þýðir orðið hrun hryðjuverk?
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 22:49
Andskotans fjórflokkspólitíkin eyðileggur allt sem hún kemur nálægt... og svo fylgir fólk þessum flokkum í stórum stíl, staurblint og samdauna - gjörsamlega ófært um sjálfstæða hugsun!
Fáránlegt!
Haraldur Rafn Ingvason, 13.4.2010 kl. 00:14
Segullinn í Ráðherrastólonum er sterkari en allar virkjanir Íslands.
Þetta gátu okkar spilltu ráðherrar enganveginn verið sammála honum um.
Fyrir mér er málið ósköp einfalt. Ef þu stelur 1 súkkulaðistykki, ertu engu betri en sá sem stelur 2. Og 4flokka samspillingin er öll sek. ( já líka VG. Með jánkun þeirra við alt bull Samfylkingar , bara fyrir Ráðherradóm)
Þjóðstjórn hefði verið lýðræðislegasti kosturin í stöðunni.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 02:41
Haukur segir þetta allt saman :) Davíð er stórglæpamaður á bíblískum mælikvarða og hefur valdið íslensku þjóðinni ómældum skaða í gegnum árin.. en samt er þessi maður átrúnaðargoð 33 % íslendinga sem er nægjanleg ástæða til þess að íslanske þjóðin á allt vont skilið sem yfir hana gengur þessa dagana og næstu áratugina..
http://www.aftenposten.no/okonomi/utland/article3602833.ece
Óskar Þorkelsson, 13.4.2010 kl. 05:33
Ad-hominem virðist vera málið, sama hvað Davíð segir. Það virðist vera skortur á almennri dómgreind þegar kemur að málefnalegri umræðu, og vísbending um að viðkomandi sé ekki hæfur til að taka skýrar ákvarðanir þegar ad-hominem rökvillur hafa djúp áhrif á viðkomandi.
Hatrið kemur ekki frá þeim sem er hataður.
Hrannar Baldursson, 13.4.2010 kl. 06:17
Við verðum að fá breytingu kerfið virkar ekki fyrir lýðræðið það er orðið ljóst.
Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 08:42
Hrannar Baldursson er ein af þeim sem hefur enn mikla trú á Davíð Oddssyni.
Því set ég hér inn pistil Jónas.
„Ótrúleg vanhæfni Geirs og Davíðs
Mest kemur mér á óvart í skýrslunni, hvílíkir fábjánar Geir Haarde og Davíð Oddsson voru fyrir hrunið og í hruninu. Vanhæfni þeirra er slík, að ég mundi ekki einu sinni treysta þeim út í fiskbúð. Raunar var stjórnkerfið vanhæft á þeim tíma vegna útbreiddrar heimsku og þekkingarskorts. Embættismenn voru flestir kvígildi, skipuð af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Segir mér, að kerfið verði seint lagað á annan hátt en með afsali valds til fjölþjóðlegra stofnana. Evrópusambandið er slæmt, en það er hátíð hjá þeim fábjánaskap, sem þá réð hér ferð. Þjóðin getur einfaldlega ekki mannað mikilvæg embætti“.
Orðin leiður á þessu Ad-hominem stagli.
Þá hefur þetta ekkert með hatur að gera. Kjánalegt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 09:49
Kaldhæðnislegt ef gjörðir Dabbans eiga eftir að hrekja þjóðina inn í ESB.
Kama Sutra, 13.4.2010 kl. 10:07
Þar að auki mun íslenska þjóðin greiða IceSave-reikningana, eins og ég hef sagt hér frá upphafi, því þjóðin ber ábyrgð á sínum stjórnvöldum, þeim sem hún hefur komið til valda.
Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins breyta því ekki, skuldum vafnir.
Þorsteinn Briem, 13.4.2010 kl. 10:50
Ef þjóðstjórn (ekki utanþingsstjórn) hefði verið sett á laggirnar á þessum tíma, hefði hún verið undir stjórn sjálfstæðismanna. Eðli málsins samkvæmt, tel ég að það hefði varla komið til mála.
Svavar Bjarnason, 13.4.2010 kl. 13:02
Góð færsla Ómar. Þessi tillaga um þjóðstjórn hefði betur verið tekin alvarlega. Þá hygg ég að við værum komin lengra á veg.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.4.2010 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.