Stærsti íslenski heimsviðburðurinn?

Það er eitt lítið dæmi um það hver röskun hefur orðið af gosinu í Eyjafjallajökli að nú er ég að rjúfa lengsta blogghléð mitt. Er skemmst frá því að segja, að síðan þetta gos hófst hefur það ráðskast með mig bæði dag og nótt, og bera myndirnar hér á síðunni þess nokkur merki. dscf5779.jpg

Efsta myndin hér á síðunnni er reyndar tekin á sjöunda tímanum síðdegis í fyrradag en þá birti fyrst upp yfir Eyjafjöllum og gosinu og sást hvernig hið ógnvekjandi gos vofir yfir sveitinni neðst, þar sem bær kúrir undir fjalli og fólk býr sig undir að vindátt breytist og margra kílómetra hár öskuveggurinn hvolfist yfir sveitina og breyti túnunum, sem eru að byrja að fá á sig grænan blæ vorgróandans, í öskugráa eyðimörk. 

 

dscf5786.jpg

Á þeirri næstu sést yfir Mýrdalsjökul og Kötlu í átt ti "litla bróður" Eyjafjallajökuls í fjarski með mökk sinn upp í loftið, hugsanlega upphaf á enn frekari röskun flugsamgangna en orðin er. dscf5795.jpg

Í kvöld datt gosið niður um stund og þá sást vell yfir gíginn, sem gýs í suðvestanverðri gígskálinni. 

Á tveimur myndum neðan við sést þetta nánar, - á þeirri neðri er horft inn í götin, sem komin eru í Gígjökul við það að flóð hafa þrýst sér niður undir honum. 

Þetta fyrirbæri hefur sést efst í hlauprás Grímsvatnahlaupa. 

Síðastliðna nótt gafst aðeins hlé í fjórar stundir því að í morgun varð að fara upp upp úr þrjú til að undirbúa ferð á gosstöðvarnar til aðstoðar við erlenda sjónvarpsmenn, bæði breska og þýska. 

Í dagrenningu blasti jökullinn og mökkur hans vel við. 

Og ekki mátti gleyma RUV,  -  einu sinni "RÚVari" alltaf RÚVari, ekki satt?  dscf5792.jpg

Varla hefur annar viðburður hér á landi haft meiri afleiðingar og áhrif erlendis en þetta gos, enda fjallar hver sá fjölmiðill sem standa vill undir nafni um það og sendir hingað fulltrúa sína.

Röskun á flugi er þegar orðin meiri um allan heim en varð vegna árásarinnar á Bandaríkin 2001. 

Hefur verið alveg einstaklega gaman að vinna með þessu fólki, sem margt hvert er í fremstu röð. 

Varla hefur svona mikið verið viðhaft síðan leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða. 

Nú er bara að reyna að skjóta á ská inn ýmislegu á bloggið úr því sem verið hefur að gerast í þessari miklu törn.  p1011390.jpg

Set hér neðst myndir af jöklinum og Markarfljótsaurum á mismunandi tímum dags. 

Þar sést einnig hvað gosvirknin er mismunandi mikil.  p1011398.jpgp1011392.jpg


mbl.is Margar eldingar í stróknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað á svona hlé að þýða Ómar Ragnarsson? Ég man ekki eftir einu einasta gosi á Íslandi án þín í hlutverki miðlarans og uppfræðarans á RÚV. Beið spenntur eftir myndum frá þér í fyrradag sem lofað var, en þær komu aldrei í 10 fréttunum! Ég veit ekki, ef til vill er ég bara einn um þá skoðun, en fréttamennskan umleikis þetta gos, hefur verið neðar en dæmi eru um og stærstur hluti myndefnis sem sést hefur fram að þessu, er af FRÉTTAMÖNNUM!, sem láta misasnalega og sumir hverjir eins og hreinir hálfvitar.

Halldór Egill Guðnason, 18.4.2010 kl. 02:16

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir að deila þessum stórbrotnu myndum með okkur, Ómar! Þessi sem sést glampa undir flugvélavængnum og svo þessi sunnan af að kvöldi til eru með þeim bestu sem ég hef séð, því þær lýsa staðsetningunni og stærðinni betur en það sem ég hef áður séð. 1,3,7. Kv. Ólafur

Ólafur Þórðarson, 18.4.2010 kl. 02:53

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Frábærar myndir Ómar - Þú stendur klárlega fyrir þínu eins og alltaf. Tek undir með HEG hvað væri Íslenskt gos án þín?

Gísli Foster Hjartarson, 18.4.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Ómar, þú ert besti LANDS*fréttamaður fyrr og síðar. Ég sakna þín úr sjónvarpinu.

*Með Lands þá á ég við fréttamaður UM Ísland. Börnin geta séð um pólitíkina.

Heimir Tómasson, 18.4.2010 kl. 10:12

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ómar Laaaaang flottastur bestu gosmyndir sem ég hef séð :)

Guðmundur Jónsson, 18.4.2010 kl. 10:34

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það komu þó myndir frá mér í gær, Halldór Egill minn, hjá RUV og fóru um Evrópu og til Reuters. Betri myndir, sem ég tók í gær, koma í kvöld.

Ómar Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 11:04

7 identicon

Takk fyrir þetta allt Ómar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 11:16

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómar minn, passaðu að ofkeyra þig ekki á þessu. Er ekki lögbundinn hvíldartími fyrir flugmenn, líkt og flutningabílstjóra?

Ökumönnum er ráðlagt að stöðva bílinn ef afleiðingar svefnleysis sækja að og reyna að sofna í 15 mínútur.  Ég get staðfest að það svínvirkar.

En ég var að velta öðru fyrir mér. Hefur nokkur núlifandi Íslendingur upplifað slíka vá á fastalandinu vegna eldgoss?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 13:29

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Hefur nokkur núlifandi Íslendingur upplifað slíka vá sem nú er fyrir dyrum, á fastalandinu vegna eldgoss?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 13:31

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef hvílst vel í nótt og tók auka blund eftir hádegi í tvo tíma og það kom sér vel því að kall kom frá breskunm sjónvarpsmönnum um aðstoð fyrir austan. Takk fyrir hugulsemina, Gunnar.

Ómar Ragnarsson, 19.4.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband