Kemur á óheppilegum tíma.

Ummæli norska flugmannsins um móðursýkiskast í formi flugbanns hlýtur að falla í grýttan jarðveg hjá finnsku herflugmönnunum sem eyðilögðu hreyfla þotnanna, sem þeir flugu í meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. 

DSCF5796

Að því leyti til valdi hann frekar óheppilegan tíma til að leggja til að ekkert flugbann væri í gildi.  

Tvær farþegaþotur, sem myndu lenda í svipuðu og finnsku orrustuþoturnar, væri tveimur farþegaþotum of mikið, jafnvel þótt þær gætu lent heilu og höldnu líkt og þotan, sem minnstu munaði að yrði að nauðlenda á sjó árið 1982 vegna hreyflastöðvunar af völdum örfínnar eldfjallaösku, sem ekki sést á ratsjá.  

Raunar þurfa vélfræðingar, jarðfræðingar og veðurfræðingar nú að fara í saumana á þessum málum alveg frá grunni, því að Kötlugos, eða ég tala ekki um, annað Lakagígagos, og afleiðingar þeirra, eru stórmál sem geta komið mönnum alveg í opna skjöldu.  


mbl.is Segir flugbannið vera móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Guðmundur Júlíusson.

Alveg sammála - fékk símtal á föstudaginn frá mági mínum í Póllandi og hann tjáði mér að 2 herþotur frá pólska hernum hefðu farið í flug og eftir það flug kom í ljós að mótorarnir og sennilega eitthvað fleira er ónýtt. þannig að þeir dæmdu vélarnar ónýtar.

Kjartan Guðmundur Júlíusson., 18.4.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Einar Þór Strand

þetta með finnsku vélarnar er eitthvað málum blandið þar er talað um "traces of ash no damage"

Einar Þór Strand, 18.4.2010 kl. 11:51

3 identicon

Sæll Ómar.

Ég er þér hjartanlega sammála.

Og þetta Finnska dæmi um herþoturnar hrekur þessa kenningu, sem að þessi Norski er að segja.

Nú eins og þú segir með þotuna sem var næstum því komin í hafið.

Ég horfði á viðtalið við Flugstjórann á þeirri þotu,  á CNN.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 11:52

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Málið með þoturnar 1982 yfir Indónesíu var að þær flugu inn í gosmökk sem var sjáanlegur i björtu en veðurradarar á þeim tíma greindu þetta ekki vel, þannig að við erum ekki að tala um það sama, og þetta með finnsku vélarnar virðist líka fært úr lagi af fjölmiðlum.

Einar Þór Strand, 18.4.2010 kl. 12:49

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Frétti að í Heklueldum 1947 hefði gosaska fallið í Stokkhólmi en það var fyrir þotuöld .

Hörður Halldórsson, 18.4.2010 kl. 21:24

7 identicon

Athyglisvert þykir mér EKKI að einhver flugmaður og forstjóri úti í heimi telji sig þekkja muninn á svif-ösku og "eintómum lofttegundum". Það er fullt af slíku fólki sem telur sig vita slíkt þótt það hafi aldrei lagt stund á neina eðlis- eða efnafræði.

 Athyglisverðast er fréttamennskan sjálf.  Hvar og hvernig eru fréttamenn lærðir hjá svo sem virtum dagblöðum hér á landi og í Noregi?

AUÐVITAÐ hefur svifaska stöðvað mörg flug áður en þetta gos á Íslandi kom til sögunnar, og AUÐVITAÐ hafa verið skrifaðar hundruðir greinar um slíka atburði af vísindamönnum út um allan heim, og AUÐVITAÐ hefur alþjóða flugmálastofnunin rannsakað og þróað viðbragðsáætlanir í eflaust tugum rannsóknanefnda skipuðum hæfum vísindamönnum og sérfræðingum.

 kv,

Hrób.

Hróbjartur (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það breytir engu þótt þotan yfir Indónesíu hafi flogið inn í ösku sem var sjáanleg með berum augum þótt hún væri ekki sjáanleg á radar.

Ef þessi aska hefði verið inni í skýjum og þotan í blindflugi hefði hún farið inn í hana.

Þessa fjóra vandræðadaga núna hefðu verið flogin 100 þúsund flug í Evrópu.

Þótt aðeins ein þessara þotna hefði fengið ösku í hreyfil og þótt ekki hefði drepist á honum heldur hann bara skemmst svo að skipta hefði orðið um hreyfil, hefði það verið nóg til þess að enginn hefði þorað að fljúga í hinum 99.999 þotunum sem enga ösku fengu á sig, jafnvel að þótt samkvæmt þessu væru aðeins líkur 1 á móti 100.000 að svona gerðist.

Það þarf ekki mikla skemmd til þess að þotuhreyflll verði ónýtur eða hiksti og erfitt hefði verið að leyna slíku tilfelli.

En auðvitað má ekki blása þessa hættu svo mikið upp að enginn þori að hreyfa sig.

Hin áætlaða áhætta er alltaf einhver hvernig sem allt veltist.

En

Ómar Ragnarsson, 19.4.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband