Bráðnunin virðist fara minnkandi.

Í gærkvöldi gafst mjög gott tækifæri til að skoða eldstöðina í skálinni á tindi Eyjafjallajökuls. Þegar gosið datt nær alveg niður eins og sést á myndum í bloggpistli á undan þessum,  virtist eldstöðin hafa einangrað sig talsvert frá ísnum í skálinni, sem er þakinn ösku. p1011394.jpg

Eftir sem áður koma gufustrókar upp sem eru væntanlega bráðinn ís en þess í milli brjótast kolsvartir öskustrókar upp í gegnum gufuna. 

Í gærkvöldi tókst að ná kvikmyndum af mekkinum við mjög góð skilyrði, þar sem hann er þrílitur eins og fáni, hvítur, svartur og brúnn. 

Því miður hafði kvikmyndatakan forgang svo að fáar ljósmyndir fengu að verða til, en kannski eiga þessar kvikmyndir eftir að sjást á skjánum í kvöld. 


mbl.is 10-15% af ísnum hefur bráðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allir hlakka til að sjá árangurinn. Þetta verða örugglega flottar myndir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.4.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: krumminn

Sæll Ómar, um leið og ég þakka allt gamalt og gott þá vil ég segja við þig.

Myndirnar sem voru í fréttum sjónvarpsins í kvöld voru frábærar eins og flestar myndir sem þú sendir frá þér.

En ég saknaði þess að heyra ekki í þér sjálfum lýsa aðstæðum, því það sko kemst engin nærri þér í lýsingu á svona hamförum.

Vona bara að þú fáir inni hjá Sjónvarpinu með bæði myndir og frásögn.

Kærar kveðjur frá gömlu Húsavík.

Björn Sig.

krumminn, 18.4.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband