22.4.2010 | 00:54
Þversögnin um flugið.
Nú eru gangi miklar pælingar varðandi ferðaleiðir fólks næsta sumar hvað Evrópu snertir.
Heyrst hefur að í Bandaríkjunum ætli ferðamálafrömuðir að reyna að beina straumnum næsta sumar til Evrópu vegna hættunnar á því að gos hér á landi loki yfir norðanverða álfuna.
Þetta er nú meira en hæpin röksemdafærsla. Ég veit ekki betur að lið Barcelona hafi neyðst til að aka í rútu frá Spáni til Ítalíu til að tapa fyrir Inter Milan.
Hins vegar hefur verið flugfært allan tímann frá Bandaríkjunum til Íslands og flogið innanlands og þar af leiðandi rétt að beina ferðamannastraumnum hingað!
Og það gleymist alveg í þessu sambandi að gosið núna er það eina af 23 gosum síðan 1961 sem hefur valdið röskun erlendis.
Öskufallið úr Heklu 1970 fór í norðnorðvestur og á það er að líta að askan úr Eyjafjallajökli er óvenju létt og kemst því hátt og fer víða.
Aðalatriðið í þessu máli er að halda jafnt til haga öllum staðreyndum um þetta mál og í stað þess að fara í vörn að sækja fram og sýna fram á með mörgum gildum rökum hvernig gosið núna geti orðið til góðs til okkur hvað snertir ferðamannastraum, rétt eins og gerðist í Surtseyjargosinu 1963, Eyjum 1973 og Heklu 1970.
Askan truflar flug til Grænlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilegt sumar
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:04
Það væri gáfulegra fyrir ferðamálafrömuði að hafa amband við ferðaskrifstofur erlendis og flugfélög til að leiðrétta þessa bábylju í stað þess að hjóla í forsetann og kenna honum um samdráttinn. Í Vísi ganga þeir svo langt að ljúga ummælum um Kötlu upp á hann. Rætt hefur verið á öllum erlendum fjölmiðlum um möguleika Kötlugos frá því að gos byrjaði á fimmvörðuhálsi. Raunar reiknaði enginn með einhverju stærra í Eyjafjallajökli og þótti líklegt að Katla og Grímsvötn væru næst.
Það er dapurlegur samfylkingarspuninn gegn forsetanum.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 07:34
Enginn veit hversu langt er í næsta Kötlugos, hvorki forseti Íslands, Samfylkingin, né Jón Steinar Ragnarsson, og engin sérstök ástæða til að tengja saman Kötlugos og gos í Eyjafjallajökli.
Þorsteinn Briem, 22.4.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.